Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 20
Hugur
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson
spekileg, en sem enginn hafði í raun og veru sameinað á sama hátt og
hann. Eg einbeitti mér einkum að áhuga hans á skynsemisbresti eða
rökleysu. Þessi áhugi sprettur af því að taka alvarlega hugmyndina
um undirmeðvitundina. Nú er það ekki svo að enginn hafi vitað af
undirmeðvitundinni á undan Freud; en hann kynnti til sögunnar þá
skoðun að undirmeðvitundin væri á sinn hátt gangverk í huganum
sem kæmi upp á yfirborðið reglulega og hefði áhrif á meðvitaða hugs-
un manns og ákvarðanatöku. Þetta voru því þau atriði sem ég lagði
áherslu á. Þar sem ég var nú að halda Ernest Jones fyrirlestur las ég
dálítið eftir Ernest Jones. Og ég rakst á mjög skemmtilega stutta
grein sem hann hafði skrifað án nokkurs fyrirvara þegar hann var að
halda fyrirlestra í Kanada. Hún fjallaði um atvik sem hann hafði les-
ið um í dagblaði. Svo virðist sem bandarísk kona hafi verið að fara yf-
ir ána undir Niagarafossum - sem var gaddfreðin - og komist í hann
krappan þegar ísinn tók skyndilega að bresta. Hún hafnaði tveimur
tækifærum til björgunar - við gætum hæglega sagt það „skynsemis-
brest“ - og að lokum skolaði henni burt og hún drukknaði í straumn-
um. Ernest Jones lagði fram sálgreiningartilgátu, sem hann byggði á
blaðagreininni og smá eftirgrennslan, um hvað hefði átt sér stað. Eg
hafði mjög gaman af tilgátunni og notaði hana því sem útgangspunkt
í umfjöllun um ýmsar hliðar hugans sem ég taldi að greina mætti hjá
Freud. Ein ritgerða minna frá 1982, sem heitir „Paradoxes and
Irrationalities“ varð til upp úr fyrirlestrinum sem ég hélt. En því mið-
ur er þessari sögu, sem kom mér af stað, sleppt þar.
Hvaða augum lítur þú meint skil á milli rökgreiningarheimspeki og
fyrirbærafræðilegra eða tilvistarspekilegra nálgana í heimspeki, sem
margir heimspekingar og menningarvitar hafa velt mikið fyrir sér?
Ég býst við að engin ein leið sé til að líta á það. Líkt og Michael
Dummett hefur skrifað um í sögu sinni af rökgreiningarheimspeki -
og að ég tel réttilega - spretta þessar nálganir sem þú minnist á af
sömu hefðinni. Auðvitað er þetta ekki einungis það sem maður býst
við, heldur einnig það sem maður vonast eftir í heimspeki; að fólk hafi
ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að nálgast í meginatriðum sömu
vandamálin, vandamál sem hafa alltaf verið til staðar. Það eru að
sjálfsögðu margar leiðir færar til að nálgast þessi ævarandi vanda-
mál. Eitt sem kann að skilja á milli er áherslan, ef einhver er, sem
lögð er á rök - tilraunin til þess að leggja grunn að einhverri afstöðu
eða einhveijum hugsanagangi - eða að hve miklu leyti maður segir
einfaldlega, á einn eða annan hátt, hvernig maður telur að hlutirnir
18