Hugur - 01.06.2002, Side 46
Hugur
Garðar A. Árnason
sem vitað er um áhættuþætti algengra sjúkdóma er sennilegt að mun
meiri heilsubót fáist með því að vinna gegn efnahagslegum ójöfnuði
og reykingum, en þetta tvennt hefur meiri fylgni við heilsuleysi og
stytta lífslengd meðal almennings á Vesturlöndum en nokkur annar
áhættuþáttur.21
Þó svo fari að líftæknifyrirtækin rekist á vegg hins hlutlæga raun-
veruleika og flestir algengir sjúkdómar reynist hafa svo lítinn erfða-
fræðilegan þátt að ekki takist að framleiða lyf sem byggja á erfða-
fræði þeirra, þá er víst að genaprófum muni fjölga á næstu árum.
Ymsar afleiðingar eru fyrirsjáanlegar, svo sem að fólk muni fá niður-
stöður úr genaprófum sem nánast eyðileggja líf þess áður en það veik-
ist að öðru leyti (t.d. ef það reynist vera í mikilli hættu á að fá
Alzheimer) og án þess að nokkuð sé hægt að gera; að verðandi mæð-
ur þurfi að taka ákvörðun um fóstureyðingu út frá líkum á að barnið
muni þjást af alvarlegum sjúkdómi; að vinnuveitendur neiti fólki um
vinnu vegna arfgerðar þess og, sem áður var nefnt, að sjúkratrygging-
ar verði of dýrar eða ófáanlegar fyrir suma einstaklinga vegna arf-
gerðar þeirra. Það er sláandi og uggvekjandi að lítið sem ekkert er
gert á Vesturlöndum til að takast á við þessi fyrirsjáanlegu vanda-
mál.22
5.
I Genunum okkar er sett fram áhugaverð gagnrýni á líftæknivísind-
in, auk þess að fræða lesandann um nútímaerfðafræði og rætur henn-
ar í samfélagi, stjórnmálum og sögu. Um leið er bókin athyglisvert
dæmi um vísindagagnrýni, eða gagnrýna vísindafræði. Þar sem þetta
verk er fræðileg nýlunda á Islandi, að minnsta kosti á bókarformi,
hefði e.t.v. verið ástæða til þess að gera örlítið betur grein fyrir því
hvað vísindagagnrýni er og tengslum hennar við vísindafræðin.
Gagnrýni Steindórs beinist augljóslega ekki að hefðbundnum þekk-
ingarfræðilegum efnum, til dæmis hvort kenningar nútímaerfðafræði
byggi á traustum vísindalegum grunni, en um leið er hinn vísindalegi
21 Sjá t.d. Oliver Fein: „The Influence of Social Class on Health Status: Americ-
an and British Research on Health Inequalities," í Journal of General Inter-
nal Medicine, 10 (október 1995), bls. 577-586; og Andrew Haines o.fl.: „Pov-
erty and Health: The Role of Physicians,“ Annals of Internal Medicine, 129:9
(1. nóvember 1998), bls. 726-33.
22 Sjá Philip Kitcher Science, bls. 5.
44