Hugur - 01.06.2002, Page 151
Hugur, 14. ár, 2002
s. 149-152
Robert Nozick
Reynsluvélin
(Úr fyrsta hluta bókarinnar Stjórnleysi,
ríki og staðleysaj
Setjum svo að til væri reynsluvél sem gæti fært manni hvaða reynslu
sem honum hugnaðist. Útpældir taugasálfræðingar gætu örvað heila
hans þannig að hann hugsaði og honum fyndist að hann væri að
skrifa stórkostlega skáldsögu, eignast vin eða lesa skemmtilega bók.
En á sama tíma flyti hann í raun um í keri og elektróður væru tengd-
ar við heilann á honum. Gætir þú hugsað þér að láta tengja þig við
slíka vél fyrir lífstíð, sem heíði alla lífsreynslu þína í fyrirframgerðu
forriti? Ef þú óttast að þú gætir misst af ákjósanlegri reynslu með
þessu, þá skulum við bara gera ráð fyrir því að sölufyrirtækin séu bú-
in að láta framkvæma ítarlega rannsókn á lífi Qölda fólks. Þú gætir
einfaldlega bent á og valið úr stórum lífsreynslusöfnum eða -hlað-
borðum, þar sem boðið er upp á allskonar reynslu og valið þá rejmslu
sem þú getur hugsað þér að verða fyrir, segjum næstu tvö árin. Að
tveimur árum liðnum færðu að stíga upp úr kerinu í tíu mínútur, eða
tíu klukkutíma, til að velja þá reynslu sem þú kýst fyrir þarnæstu tvö
ár. Auðvitað veistu ekki að þú ert í kerinu á meðan þú heldur til þar;
þú heldur að það sem þú upplifir sé að gerast í raun og veru. Aðrir
geta líka tengt sig til að fá þá reynslu sem þeir vilja svo það er óþarfi
að vera ótengdur til að geta verið í sambandi við þá. (Látum vanda-
mál eins og spurninguna um hver eigi að hugsa um vélina sjálfa ef
allir eru tengdir henni, liggja á milli hluta). Myndirðu tengja þig?
Hvað getur skipt okkur máli annað en það hvernig við upplifum líf
okkar innan frá? Þú ættir heldur ekki að guggna vegna óþægindatil-
finningarinnar sem þú verður fyrir á milli þess að ákvörðunin er tek-
in og þú tengist. Hvað er augnabliks óþægindatilfinning hjá ævilangri
149