Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 111
Nietzsche á hafi verðandinnar
Hugur
ir notagildið eitt. Sigríður er meðvituð um þetta enda er það einmitt
hér sem hún finnur höggstað á Nietzsche-túlkun Derridas:
Derrida yfirsést hinn tilvistarlegi alvöruþungi sem liggur að
baki skoðun Nietzsches á þörf fyrir frumspekilegri sýn á heim-
inn. (49)
Frumspeki-gagnrýnandanum Derrida, sem eflaust hefur speglað sig í
útlistun Nietzsches á hinum frjálsu öndum eða heimspekingum fram-
tíðarinnar, er hér bent á að honum hafi yfirsést lífsspekileg þörf hinna
frjálsu anda fyrir frumspekilega sýn á heiminn. Sú frumspeki fram-
tíðarinnar sem Sigríður álítur hina frjálsu anda verða að trúa er
kenningin um endurkomuna eilífu sem Sigríður túlkar sem eilífa
endurkomu hins sama.
I fljótu bragði virðist Sigríður ekki hafa skýra hugmynd um það
hver hún sé þessi frumspeki framtíðarinnar að mati Nietzsches. „Ni-
etzsche hefur sig upp yfir frumspekilega hugsun“ (48), skrifar Sigríð-
ur en fullyrðir skömmu síðar nokkuð sem virðist stangast á við fyrri
fullyrðinguna: ,JFrumspeki Nietzsches grefur [...] undan heíðbundinni
frumspeki“ (48).32 Til að greiða úr þessari hugsanaflækju þarf að átta
sig á því hver hún sé þessi „hefðbundna frumspeki“ sem Nietzsche
segir skilið við og hver sé frumspekin sem Nietzsche ætlar heimspek-
ingum framtíðarinnar: Nietzsche hefur sig ekki upp yfir frumspeki-
lega hugsun sem slíka enda erfitt að ímynda sér heimspeki eða vís-
indi án nokkurrar frumspeki hafni maður hugmyndinni um hlut-
lausa uppgötvun. Frumspekin sem Nietzsche segir skilið við er sam-
se/ndarfrumspeki gamla guðsins og í stað hennar tekur hann upp
frumspeki mismunarins. Nietzsche er ekki síðasti frumspekingurinn
heldur fyrsti nútíma frumspekingur mismunarins. Frumspeki hans
er samofin kenningunni um endurkomuna eilífu. Samsemdarheim-
spekingar túlka kenningu Nietzsches iðulega sem eilífa endurkomu
hins sama,33 Þeim yfirsést að hugmyndin um eilífa endurkomu hins
32 Leturbreyting mín.
33 Itarlega gagnrýni á túlkun samsemdarsinna er að finna í Davíð Kristins-
son/Hjörleifur Finnsson, „Hvers er Nietzsche megnugur?“, s. 84-102. I túlk-
un sinni á endurkomukenningunni sem eilífri endurkomu hins sama styðst
Sigríður (sjá inngang hennar að Svo mælti Zaraþústra, s. 25) m.a. við Hei-
degger-nemandann Karl Löwith, Nietzsches Philosophie der ewigen Wieder-
kehr des Gleichen (1935, Heimspeki eilífrar endurkomu hins sama hjá Ni-
etzsche). í eftirmála að þýðingu sinni á „Um sannleika og lygi“ eftir Nietzsche
segir Sigríður (s. 30) réttilega að Nietzsche et la philosophie (1962, Nietzsche