Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 162
Hugur
Kristján G. Arngrímsson
ur gæti ekki viðurkennt hann sem þátttakanda í samræðu. Ég er í
rauninni ekki að neita því að það væri mögulegt að líta jákvætt á háð-
fuglinn, ég er fremur að halda því fram að það sé alveg jafn líklegt að
háðfuglinn tæki á sig þá neikvæðu mynd sem ég brá upp hér að ofan.
En þetta er einmitt vandinn við afstöðu Rortys: Það er ekkert sem
tekur af vafann. (Og hann yrði sjálfsagt mjög sáttur við það).
Binding hefðarinnar
Gadamer myndi ekki hafna hugmynd Rortys um háðfuglinn á þeim
forsendum að hún gefi ranga mynd af því sem okkur beri að gera held-
ur myndi hann fremur halda því fram, að í rauninni sé ekki hægt að
vera háðfugl, og að sá sem telji sig vera það sé ofurseldur sjálfsblekk-
ingu. Blekkingin er fólgin í því að halda að maður sé óbundinn af
nokkurri einni málheíð fremur en annarri og geti því „hoppað“ á milli
hefða, það er að segja, verið algerlega fijáls. Gegn þessu heldur Gad-
amer því fram, að maður sé ætíð bundinn því tungumáli og þeirri hefð
sem hann er sprottinn úr. Helstu rök Gadamers fyrir þessu má sækja
í hugmyndir hans um tungumálið og eðli tengsla mannsins við það. I
því sem eftir er af þessari ritgerð verður gerð grein fyrir tvennum rök-
um Gadamers fyrir bindingu hefðarinnar, sem þó eru samtvinnuð, það
er, sjálfgleymi tungunnar og að ekki verður farið út fyrir hana. Kenn-
ing mín er því í raun tvíþætt: Gadamer sýnir fram á að „hefðahopp“ að
hætti Rortys er óhugsandi, og þar með sleppur hann við þær ógöngur
sem háðfugl Rortys lendir í þegar hann grefur undan möguleika sín-
um á eiginlegri sannfæringu. En þessi binding manns við hefðina og
tunguna gerir að verkum að hugsun manns kemst ekki upp úr
ákveðnum skorðum, og það er það sem Gadamer kallar fordóma.16
Gadamer hefur bent á, að það hafi verið „eitt af stærstu afrekum
rómantíkurinnar“ að uppgötva „að tungumál fela í sér heimsmynd-
ir“.17 Þetta þýðir meðal annars að maður „býr í“, ef svo má að orði
16 Nietzsche var öllu afdráttarlausari þegar hann setti fram svipaða fullyrðingu
í Viljanum til valds: „Skynsamleg hugsun er túlkun í samræmi við skipulag
sem við getum ekki losað okkur við.“ (Friedrich Nietzsche: The Will to Power,
ensk þýðing eftir Walter Kaufmann og R.J. Hollingdale. [New York: Vintage
Books, 1967], bls. 283). Gadamer er reyndar að vísa til þess, að þessi for-mót-
un hugsunarinnar leiði til menningarlegs mismunar milli fólks, en Nietzsche
var að sýna fram á að mennirnir ættu aldrei neinn möguleika á að nálgast
hinn hlutlæga sannleika um heiminn.
17 Hans-Georg Gadamer: Truth and Method, Second, Revised Edition, ensk
160