Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 161
Hvað er sannfæring?
Hugur
um „háðska menntamanninn“ virðist, við nánari athugun, vera
sjálíhrekjandi.15
Nú mætti ef til vill halda því fram að ég hafi ekki verið fyllilega
sanngjarn í útleggingu minni á kenningum Rortys, og að hún bjóði
upp á rausnarlegri túlkun. Hlutskipti háðfuglsins hafi jákvæðar hlið-
ar og eins gæti maður ætlað háðfuglinum hæfileika á borð við víðsýni
sem geri honum kleift að meta jafnt mismunandi afstöðu til lífsins,
jafnvel þegar hans eigin afstaða er með í spilinu. Er ekki háðfuglinn
hinn eini sanni lýðræðissinni sem vill umfram allt að sem fjölbreytt-
astur skilningur á lífinu fái notið sín? (Rorty hefur jú haldið því fram
að lýðræði sé mikilvægara en heimspeki). Það sem fyllir mig efasemd-
um um að þessi túlkun gangi upp er að ef háðfuglinn ætti að meta
mismunandi lífsafstöðu yrði hann að hafa einhveijar forsendur til
þess og til að um jafnt mat yrði að ræða yrðu þessar forsendur að vera
hlutlægar, en Rorty hefur sjálfur ítrekað hafnað möguleikanum á
hlutlægum forsendum. Því virðist mér að hættan væri sú, að mat háð-
fuglsins væri í raun tilviljunarkennt - það er að segja, hvaða forsend-
ur hann legði til grundvallar matinu væri ekki sprottið af neinni hlut-
lægri nauðsyn, og hví skyldi hann hafa jöfnuð að leiðarljósi? Hvers
vegna ætti hann að líta á jöfnuð sem mikilvægari hefð en einhverja
aðra? Hvers vegna skyldi hann ekki bara láta hlutkesti ráða því
hvaða hefð hann legði til grundvallar matinu? Það er sama hvað yrði
ofan á, það væri eins góð afstaða og hver önnur (en svo sem ekkert
betri heldur). Það væri að minnsta kosti viðbúið að maður efaðist um
að háðfuglinn væri einlægur í mati sínu, og þá væri hætt við að mað-
15 En setjum nú sem svo, að þessi háðski menntamaður gasti raunverulega ver-
ið til. Hvernig væri hlutskipti hans? Ég held að svara við þessari spurningu
megi leita í skáldsögum, og nefni þá sérstaklega Minnisblöð úr undirdjúpun-
um eftir Dostojevskí. Hetja þeirrar sögu kveðst vera sjúkur maður, haldinn
af þeim kvilla sem er of mikil meðvitund og lýsir sér í því, að hann getur séð
í gegnum öll þau gildi sem venjulegt fólk hefur í heiðri. Þess vegna getur und-
irdjúpamaðurinn hafnað öllum þessum gervigildum, því að hann sér hvað
þau í rauninni eru - merkingarlaus viðfangsefni sem einfeldningar hafa
fundið sér til þess að fylla hugann. Undiijúpamaðurinn kveðst þó öfunda ein-
feldningana, en það kemur fyrir ekki, því að eins og John Stewart hefur rétti-
lega bent á: „Þegar maður hefur smitast af þessum sjúkdómi getur maður
ekki snúið aftur til hins saklausa, óyfirvegaða lífs hefða og venja.“ (John Ste-
wart 1995. „Hegel and the myth of Reason." The Owl of Minerva, 26, 2, bls.
196). Þess vegna er undirdjúpamaðurinn (sem ég er að halda fram að sé
möguleg birtingarmynd háðska menntamannsins) eiginlega kominn í vits-
munalega sjálfheldu og hefur hörfað niður í kjallaraholu sína og á vart aftur-
kvæmt.
159