Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 10
Hugur
Inngangur ritstjóra
lista“ eins og þau hafa stundum heitið líka, eigi fólk að hafa sem mest
frelsi til að gera nákvæmlega það sem það vill og það eigi við um þá
sem leggja stund á heimspeki sem nemendur en ekki síður hina sem
eru kennarar eða á annan hátt tengdir heimspeki.
Fyrsta greinin í heftinu, strax að loknu viðtali Mikaels Karlssonar
við Davidson, er ítarleg umQöllun Garðars Árnasonar um nýja bók
Steindórs Erlingssonar, Genin okkar, en hún fjallar um erfðavísindi,
þróun þeirra og stöðu í samfélaginu. Steindór er afdráttarlaus
gagnrýnandi Islenskrar erfðagreiningar og setur bókin vísinda-
gagnrýni hans í víðara samhengi. Garðar gefur lesendum Hugar góða
hugmynd um það hvar styrkir og veikleikar bókar Steindórs liggja og
er því ómissandi hverjum þeim lesanda bókarinnar sem vill fá betri
innsýn í hugtakaheim vísindagagnrýni samtímans.
Þorsteinn Gylfason birtir í heftinu grein um vini sína og kennara,
Elísabetu Anscombe og W.V.O. Quine, en þau létust bæði á síðasta ári.
1 síðasta hefti Hugar birtist ein þekkt grein eftir hvort þeirra í ís-
lenskri þýðingu. Þorsteinn dregur upp nána persónulega mynd af lífi
þessara tveggja heimspekinga um leið og hann opnar lesandanum
sýn á heimspekileg verk þeirra í heild sinni. Greinin hefur ekki sér-
stök tengsl við þýðingarnar sem birtust síðast, en er þó holl lesning
þeim sem vilja þekkja verk þessara heimspekinga til hlítar.
Ólafur Páll Jónsson gefur skýrt og gagnlegt yfírlit yfir sannleiks-
kenningar í grein sinni sem kemur næst á eftir grein Þorsteins. Hann
skýrir hvernig sannleikskenningar og heimspekileg vandamál um
sannleikann tengjast - og tengjast ekki - þeim deilum sem hafa orð-
ið um sannleikann innan hug- og félagsvísinda á síðustu áratugum,
ekki síst í þeirri grein sem nú er almennt fari að kalla vísindafræði.
Þannig kallast grein Ólafs að vissu leyti á við grein Garðars þó að við-
fangsefni séu ólík.
Davíð Kristinsson gagnrýnir íslenska Nietzsche-túlkendur í grein
sinni, en þar heldur hann áfram með röksemdir sem fram koma í rit-
gerð hans og Hjörleifs Finnssonar „Hvers er Nietzsche megnugur?
Um íslenska siðfræði og franska sifjafræði“. Davíð telur að íslenskir
túlkendur Nietzsches, þó að þeir séu ólíkir um margt, hneigist til að
taka broddinn úr gagnrýni hans. Grein Davíðs á vafalaust eftir að
knýja einhverja til andsvara í næstu árgöngum tímaritsins.2
Næstu tvær greinar taka á öðru og ólíku efni: Mannréttindum.
Svanborg Sigmarsdóttir fjallar um kenningar um mannréttindi og
2 Heimspeki verðandinnar. Rísóm, sifjar og innrætt siðferði, ritstjóri Geir
Svansson. Ritröðin Atvik, ReykjavíkurAkademían, 2002.
8