Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 91

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 91
Sannleikur, þverstæður og göt Hugur „Jón er gvergur“ er sönn eff Jón er gvergur. Þessi setning væri þá sönn, meira að segja fyrirfram sönn, þar sem hún er afleiðing af skilgreiningu. En setningarnar sem standa beggja vegna samtengingarinnar ‘eff’ eru hvorki sannar né ekki sannar. Venjuleg tungumál innihalda ekki umsagnir eins og ‘er gvergur’, en þau eru full af umsögnum sem eru svolítið svipaðar, nefnilega óná- kvæmum umsögnum. Umsögnin ‘er rautt’ er slík umsögn, einnig um- sögnin ‘er sköllóttur’ eða ‘er hrúga’. Slíkar umsagnir eru að því leyti ólíkar umsögnum sem hafa ófullkomna skilgreiningu að þær gera ekki ráð fyrir nákvæmri þrígreindri skiptingu milli þess sem umsögn- in á við um, þess sem umsögnin á ekki við um og þess sem er óákveð- ið hvort umsögnin á við um. En ónákvæmar umsagnir og umsagnir sem hafa ófullkomna skilgreiningu eru líkar að því leyti að til eru hlutir sem þær eiga við um, hlutir sem þær eiga ekki við um, og loks eru til hlutir sem er óljóst hvort þær eiga við um. Og ef við höfum óná- kvæmar umsagnir eins og ‘er rautt’, þá verður sannleiksumsögnin líka að vera ónákvæm. Ef þakið á gamla kennaraskólanum er á mörk- um þess að vera rautt þannig að það er óljóst hvort umsögnin ‘er rautt’ á við um það, þá er líka óljóst hvort setningin Þakið á gamla kennaraskólanum er rautt er sönn, og þar með er líka óljóst hvort setningin „Þakið á gamla kennaraskólanum er rautt“ er sönn er sönn. Ef við gerum grein fyrir sanngildisgötum með þessum hætti verðum við að endurskoða skilgreininguna á ‘ógrunduð setning’. Hugmynd Kripkes var að setning væri grunduð ef sanngildi hennar ylti á end- anum ekki á setningu sem innihéldi sannleiksumsögnina þannig að gefa mætti setningunni ákveðið sanngildi. Hér virðist Kripke gera ráð fyrir að eina ástæðan fyrir því að setning sé ekki grunduð sé sú að sanngildi hennar velti á endanum á setningu sem innihaldi sann- leikshugtakið. En sanngildi setningarinnar „Jón er gvergur“ er óá- kveðið ef hæð Jóns er á bilinu 120 til 150 cm og sömu sögu er að segja um setninguna „þakið er rautt“. Og hér á óákveðnin ekki rætur að rekja til þess að sanngildi setningarinnar velti á endanum á setningu sem inniheldur sannleiksumsögnina. Fullnægjandi skilgreining á því 89 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.