Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 21

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 21
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson Hugur séu. En þetta tvennt verður í raun ekki skilið að og flestir heimspek- ingar leggja stund á hvort tveggja. Ég hef því aldrei talið að á endan- um sé mikill munur á tilvistarspekingum eða fyrirbærafræðingum annars vegar og rökgreiningarheimspekingum hins vegar. Oft var tal- að um þennan meinta mismun þegar fólk haíði ólíkar hugmyndir um hvern ætti að ráða til starfa. Það má til sanns vegar færa að í mörg- um löndum Evrópu, svo dæmi sé tekið, eigi heimspekingar afar erfitt með að fá vinnu ef þeir eru stimplaðir sem rökgreiningarheimspek- ingar. En burt séð frá því virðast heimspekingar af ólíkum toga geta rætt saman án nokkurra vandkvæða og gera það í auknum mæli. Það er hughreystandi. En eins og þú veist er margt fólk, en þó ekki allt, sem kennir sig við eina hefð frekar en aðra, fráhverft því sem það tel- ur vera „hina hliðina“. Eg á við að það telur hana vera tímasóun eða kjaftæði. Þeirri heimspeki, sem leggur mikið upp úr rökum, er hafnað sem fornleifum af fólki á borð við Richard Rorty - hann nefnir hana heimspeki með stóru „H“ og álítur hana slæma. Quine áleit fyrirbæra- fræði vera kjaftæði. En svo virðist sem þú sért ekki fráhverfur allri annarri heimspeki en þeirri sem þú leggur stund á. Nei, svo sannarlega ekki. Ég er afar sáttur við þennan margbreyti- leika. Mér virðist hann gera lífið mun áhugaverðara. Ég hafna engu sem fólk gerir í nafni heimspekinnar og ég hef enga skoðun á því hvað fólk ætti að gera, eða hvers konar kröfum ætti að þröngva upp á fólk sem nemur heimspeki til prófs. Ég hef verið við allmargar heimspeki- deildir og venjulega er það ég sem segi: „Við skulum ekki hefta fólk. Olíkt fólk vill gera ólíka hluti, eða er betra í því að gera eitt en ann- að. Leyfum því það. Hvetjum það.“ Sumir hafa haldið því fram að greina megi mikla samleið hugmynda þinna og hins fræga fyrirbærafræðings Martins Heideggers og hafa túlkað þig sem nokkurs konar fræðibróður Heideggers, að minnsta kosti í nokkrum grundvallarviðhorfum. Myndirðu segja álit þitt á því? Ég held að réttast sé að ég segi að sumt fólk sjái þetta, en ég er ekki viss um hvað það er sem það sér. Eitt augljóst atriði er okkur Heid- egger að því er virðist sameiginlegt - en við eigum það einnig sameig- inlegt með mörgum öðrum heimspekingum - og það er sterk andstaða við heimspeki Descartes. Og það má vera að eitthvað sé líkt með því hvernig þessi andstaða hefur mótað hugsun mína og hvernig hún mótaði hugsun Heideggers. En ég get ekki sagt mikið umfram það. Haldin var sex vikna löng ráðstefna, eða málstofa, í Santa Cruz fyrir 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.