Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 175
Maður og tunga
Hugur
átta og einmitt sá margvíslegi skilningur sem felst í hinu sagða
hrekkur undan við sérhverja endursögn og endurflutning. Hann verð-
ur aðeins færður í mál með því sem er sagt í upphafi. Hlutverk
þýðandans hlýtur því alltaf að vera, ekki að afrita hið sagða, heldur
að setja stefnu sína í átt að því sem sagt er, það er í átt að skilningi
þess, til að yfirfæra það sem segja skal á það sem hann sjálfur segir.
Vandinn verður skýrastur í þeim þýðingum sem er ætlað að gera
munnlega samræðu milli manneskja með ólík móðurmál mögulega,
fyrir milligöngu túlks. Túlkur sem aðeins endurflytur í öðru málinu
það sem nemur orðunum og setningunum úr hinu, hann nemur sam-
ræðuna á brott á vit hins óskiljanlega. Það sem hann þarf að endur-
flytja er ekki það sem sagt var, samkvæmt orðanna óyggjandi hljóð-
an, heldur það sem hinn vildi sagt hafa, og sagði, með því að láta fjöl-
margt ósagt. Afmarkanirnar þurfa líka að öðlast sess í því rými sem
eitt gerir samræðu mögulega, það er, í þeim innri óendanleika sem
fylgir öllum skilningi.
Tungumálið er þannig hin raunverulega miðja á tilveru mannsins,
sjái maður hana í því umdæmi sem hún ein uppfyllir, umdæmi mann-
legrar samveru, umdæmi skilnings milli manna, þess sígróandi sam-
ráðs sem er lífi manna jafn ómissandi og loftið sem við öndum. Mann-
eskjan er sannarlega veran sem hefur tungumál, eins og Aristóteles
sagði. Við skulum láta allt sem mannlegt er, vera sagt við okkur.
íslensk þýðing: Haukur Már Helgason
173