Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 121
Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?
Hugur
„engin slík réttindi væru til og að trú á þau væri samskonar og trú á
nornir og einhyrninga.“15 Þetta byggði hann á þeim rökum að allar
tilraunir til að sýna fram góð rök fyrir tilvist réttinda, líkt og allar til-
raunir til að sýna fram á tilvist norna og einhyrninga, hafí mistekist.
Hann telur að trúin á mannréttindi sé arfleifð upplýsingarinnar og
eitt dæmið enn um skelfileg mistök hennar.
Eins og áður hefur komið fram hafa formælendur frjálslyndiskenn-
inga reynt að mynda jafngildiskeðju (e. chain of equivalences) á milli
frjálslyndis, „sannarlegs frelsis“ og réttinda. Það er, að einungis í
frjálslyndissamfélagi séu „sannarlegt frelsi“ og réttindi möguleg. Með
því að draga algildi slíkra kenninga í efa hefur gagnrýninni því einnig
verið beint gegn algildi mannréttinda. Ef þau gildi sem liggja að baki
réttindum eru menningarbundin, eru þau ekki nauðsynlega þau
sömu alls staðar. Ef því er haldið fram að þau séu algild er ein helsta
röksemdin sú að réttindi séu leidd af náttúru eða eðli mannsins. En
það er umdeilt hvert það er og þrátt fyrir leit okkar að sameiginleg-
um einkennum mannsins munum við tæplega fínna skilgreiningu
sem allir eru sáttir við. Spurningin um hvað í því felist að vera mann-
legur mun halda áfram að vera eitt af þeim óleysanlegu vandamálum
sem við glímum við. Jafnvel þó að einhvern tímann sé hægt að kom-
ast að niðurstöðu um sameiginlegt eðli mannsins, er ekki þar með
sagt að hægt sé að leiða af því sameiginleg réttindi, þar sem röklega
séð er ekki hægt að leiða skylduboð af staðreyndum.
Ef þau einstaklingsbundnu réttindi sem almennt er talað um, eru í
raun og veru vestræn réttindi geta sum hver í raun verið í andstöðu
við önnur ríkjandi gildakerfi. Því mætti túlka það sem menningar-
átroðning að ætlast til að allir samþykki skilyröislaust ríkjandi skil-
greiningu á mannréttindum. Samfélagshyggjan (e. communitarian-
ism) hefur verið gagnrýnd fyrir afstæða gildakenningu sína sem leið-
ir til þess að ekki er grundvöllur fyrir vestræn ríki til að gagnrýna
„ómannúðleg“ kerfi annarra menningarheima. Einnig hefur samfé-
lagshyggjan verið gagnrýnd fyrir of mikla íhaldssemi þar sem marg-
ir vilja skilja kenninguna svo að breytingar eigi að koma að innan, frá
fólki sem lærir sín gildi frá félagshópnum; þeim hópi sem á sameigin-
leg gildi, eins og Alasdair Maclntyre heldur fram; eða á sameiginlegt
tungumál, sem Charles Taylor gerir að aðalatriði.16 Breytingar á
15 Alasdair Maclntyre 1985. After Virtue. Duckworth, Bristol. Bls. 69
16 Sjá sérstaklega Charles Taylor 1985. „Self-interpreting animals" í Human
Agency and Language: Philosophical Papers I. Cambridge University Press;
Cambridge.
119