Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 147

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 147
Robert Nozick (1938-2002) Hugur hrófla við því án samþykkis hans. Sé þessi skoðun rétt þá verður skattheimta af öllu tagi ranglát þvingun sambærileg við rán eða árás. Ríkið er einfaldlega að taka af hverjum og einum það sem honum ber óskipt nema hann hafi gefið ríkinu heimild til þess að taka tiltekið hlutfall af aflafé og eignum. Þessi skilningur á óskoruðum yfirráðum er rökleg afleiðing af skilningi Nozicks á hugtakinu réttindi en eins og bent var á áður þá hefst bókin á staðhæfingu um að einstaklingar hafi réttindi. Frekari rök fyrir þessari forsendu er ekki að finna í bók- inni. Það þarf ekki að segja neinum heilvita manni að þessi skilning- ur er umdeilanlegur. Og það er einfaldlega ekki nægilegt að þetta sé rökleg afleiðing af skilningi Nozicks á hugtakinu réttindi vegna þess að engin rök er að finna fyrir þeim skilningi í bókinni. Það er alveg ljóst að höfundurinn gerði sér grein fyrir þessu og ætlaði sér að hafa bókina svona. Mér virðist skýringin fjTst og fremst vera sú að hann taldi það vel þess virði að skoða og rannsaka réttindakenningu á borð við sína þótt svo kynni að vera að hún væri ekki sönn. Með rannsókn- inni hefðum við öðlast fyllri skilning á eðli stjórnmála en við höfðum áður. Ég held að þannig eigi að skilja orð hans í upphafi bókarinnar. Fjórða atriðið sem ástæða er að nefna sem veikleika kenningarinn- ar er sú staðreynd að hin frjálsa skipan á efnahagslegum samskipt- um manna sem leidd eru rök að í bókinni virðist kreQast öflugs ríkis- valds. Það er staðreynd um frjálst markaðskerfi nútímans að það út- heimtir að ríkið setji fjöldamargar reglur og framfylgi þeim sem gera slíkan markað mögulegan og sjá til þess að hann starfi eðlilega. Kenning Nozicks gerir ekki ráð fyrir því að ríkið hafi jafn umfangs- mikið hlutverk og þessi starfsemi frjáls markaðar byggist á. Mála- fylgja hans við frjáls efnahagsleg samskipti einstaklinganna, ef lagð- ur er sá skilningur í orð hans að hann sé að hugsa um frjálsan mark- að í nútíma búningi, virðist stangast á við aðra hluta kenningarinn- ar. Það er að minnsta kosti ljóst að ríkið verður að vera nægilega öfl- ugt til að framfylgja þeim reglum sem nauðsynlegar eru til að frjáls markaður komist á og viðhaldist samkvæmt kenningu Nozicks. En ríkið eins og hann lýsir því virðist ekki ráða við það. Það er engum blöðum um það að fletta að Nozick var í hópi snjöll- ustu heimspekinga samtímans. í örstuttum lokakafla, sem nefnist „Mynd af heimspekingnum sem ungum manni“, í bókinni ígrundað líf segir: „Þegar ég var fimmtán eða sextán ára gamall gekk ég um stræti Brooklyn með vasabrotsútgáfu af Ríki Platóns, framhliðin á bókar- kápunni sneri út. Ég hafði bara lesið sumt í henni og skilið minna, en ég var heillaður af því og vissi að það var eitthvað undursamlegt. Hve 145
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.