Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 103
Nietzsche á hafi verðandinnar
Hugur
á „Um sannleika og lygi“ eftir Nietzsche,19 gerir Sigríður þann skugga
Guðs að viðfangsefni sem gjarnan er nefndur Sannleikurinn. Við lest-
ur greinarinnar er ljóst að hjarta hennar fyllist ekki þakklæti, undr-
un, hugboðum og eftirvæntingu við þær fregnir að með gamla guðin-
um hafi einnig gamli sannleikurinn dáið. Sigríður virðist ófær um að
kveða já við þessum ánægjulegu tíðindum, þessari dagrenningu nýrra
tíma, við þeirri frétt að sannleikurinn sé laus undan upphafinu,
sanna heiminum, verunni og sigli nú á hafi verðandinnar. Textinn
minnir frekar á sorgarathöfn sjóveikra tómhyggjumanna sem syrgja
dauða eilífs, óbreytanlegs sannleika. Vantraust í garð verðandinnar
kallar fram heimþrá efir landi sannleikans, eða með orðum Ni-
etzsches: „Það sem mestu varðar hlýtur að eiga sér annan, sérstakan
uppruna - það getur ekki átt sér rætur í þessum hverfula, ginnandi,
brigðula og lítilsiglda heimi“.
Ekki er auðhlaupið að greina eigin afstöðu Sigríðar í umíjöllun
hennar um Nietzsche og túlkendur hans. Afstaðan skýrist þó skoði
maður spurningarnar sem hún ber ítrekað fram. Rauði þráðurinn í
grein Sigríðar er spurningin hvort Nietzsche geti gert tilkall til gild-
is eigin kenninga um leið og hann hafnar algildi sannleikans. Hún
kynnir fyrirætlun sína með eftirfarandi hætti:
Hér á eftir ætla ég að draga upp mynd af sannleikskenningu
Nietzsches með hliðsjón af spurningunni um afstæði og algildi
sannleikans. [...] Um leið mun ég gera grein fyrir því að mót-
sögnin milli afstæðis og algildis sannleikans í kenningu Ni-
etzsches fellur um sjálfa sig á grundvelli kenningar hans um
afstæði alls sannleika, einnig þess sannleika sem Nietzsche
telur sig hafa höndlað með kenningum sínum um viljann til
valds og eilífa endurkomu hins sama. (41)
Til að leggja mat á þessa spurningu kallar Sigríður til Nietzsche-túlk-
anir Martins Heidegger og Jacques Derrida.20 Hún tekur undir
gagnrýni Derridas á þá túlkun Heideggers að Nietzsche sé í raun síð-
Sigríður Þorgeirsdóttir, Kvenna megin. Ritgerðir um femíníska heimspeki,
Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, s. 35-48.
19 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi", þýð. Sig-
ríður Þorgeirsdóttir og Magnús Diðrik Baldursson, Skírnir 167 (vor 1993), s.
15-33.
20 Martin Heidegger, Nietzsche, 2 bindi, Pfullingen, 1961; Jacques Derrida, Eper-
ons. Les styles de Nietzsche (Sporar. Stílar Nietzsches), París: Flammarion, 1978.
101