Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 174

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 174
Hugur Hans-Georg Gadamer ekkert fleira er að segja. En í hverjum endi af þessu tagi er fólgin ávísun á endurupptöku samræðunnar. Við höfum reynslu af þessu, sem oft á tíðum er sársaukafull, þegar þess er krafíst að við gefum yfirlýsingu. Við skulum taka öfgakennt dæmi á borð við yfirheyrslu eða framburð fyrir rétti. Spurning bíður svars: hún er eins og hindrun reist gegn anda talsins, sem vill tala og taka þátt í samræðu („Nú hef ég orðið“ eða „Svaraðu spurningu minni!“). Sannleikur hins sagða er aldrei einfaldlega fólginn í því sjálfu, heldur vísar hið sagða aftur á bak og fram á við á eitthvað ósagt. Hvati liggur að baki hverjum framburði, maður getur spurt með viti, um hvaðeina sem sagt er: „Hvers vegna segirðu þetta?“ Og þá fyrst, þegar þetta ósagða er skilið ásamt hinu sagða, verður fram- burður skiljanlegur. Við könnumst sérdeilis vel við þetta í tilfelli spurningarinnar. Við spurningu sem við skiljum ekki hvatann að mun ekki heldur neitt svar finnast. Það er nefnilega hvatasaga spurningarinnar sem hleypir okkur inn á umdæmið þar sem svar verður sótt og gefið. Þannig er í rauninni óendanleg samræða í spurn- ingum, eins og í svörum, og í rými samræðunnar standa bæði svar og andsvar. Hvaðeina sem sagt er stendur í slíku rými. Við getum gert betri grein fyrir þessu með reynslu sem við eigum öll. Ég á við það að þýða og að lesa þýðingar úr erlendum tungum. Það sem þýðandinn mætir er máltækur texti, það er eitthvað sagt, munn- legt eða skriflegt, sem honum ber að þýða á sína eigin tungu. Hann er bundinn af því sem stendur og þó getur hann ekki einfaldlega snúið hinu sagða úr hinu erlenda máli yfir á sitt eigið, án þess að verða sjálfur sá sem segir það. Þetta þýðir að hann verður að sigrast á hinu óendanlega rými þess sem sagt er á hinu erlenda máli. Allir vita hvað þetta er erfitt. Allir vita hvernig þýðingin svo að segja fletur úr því sem sagt er á erlenda málinu. Þýðingin birtist á sléttu þar sem orð- skilningur og setningasnið fylgja upprunalega textanum en þýðingin hefur ekkert rúmtak, ef svo má segja. Hana vantar þriðju víddina þar sem hinn upprunalegi texti - það er, það sem var upphaflega sagt - markaði sín skilningsumdæmi. Þetta eru óhjákvæmilegar takmark- anir allra þýðinga. Ekkert kemur í stað hins upprunalega. Haldi maður að það sem upprunalega var borið á borð og hefur nú verið varpað á sléttuna hljóti þá að vera orðið auðskildara í þýðingunni, þar eð margt sem áður var ýjað að í baksviði eða lá á milli línanna flutt- ist ekki yfir - haldi maður að þessi rýrnun til óbrotins skilnings hljóti að auðvelda skilning, þá skjátlast manni. Engin þýðing er jafn skilj- anleg og upprunatexti hennar. Skilningur er alltaf það að kunna til 172
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.