Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 174
Hugur
Hans-Georg Gadamer
ekkert fleira er að segja. En í hverjum endi af þessu tagi er fólgin
ávísun á endurupptöku samræðunnar.
Við höfum reynslu af þessu, sem oft á tíðum er sársaukafull, þegar
þess er krafíst að við gefum yfirlýsingu. Við skulum taka öfgakennt
dæmi á borð við yfirheyrslu eða framburð fyrir rétti. Spurning bíður
svars: hún er eins og hindrun reist gegn anda talsins, sem vill tala og
taka þátt í samræðu („Nú hef ég orðið“ eða „Svaraðu spurningu
minni!“). Sannleikur hins sagða er aldrei einfaldlega fólginn í því
sjálfu, heldur vísar hið sagða aftur á bak og fram á við á eitthvað
ósagt. Hvati liggur að baki hverjum framburði, maður getur spurt
með viti, um hvaðeina sem sagt er: „Hvers vegna segirðu þetta?“ Og
þá fyrst, þegar þetta ósagða er skilið ásamt hinu sagða, verður fram-
burður skiljanlegur. Við könnumst sérdeilis vel við þetta í tilfelli
spurningarinnar. Við spurningu sem við skiljum ekki hvatann að
mun ekki heldur neitt svar finnast. Það er nefnilega hvatasaga
spurningarinnar sem hleypir okkur inn á umdæmið þar sem svar
verður sótt og gefið. Þannig er í rauninni óendanleg samræða í spurn-
ingum, eins og í svörum, og í rými samræðunnar standa bæði svar og
andsvar. Hvaðeina sem sagt er stendur í slíku rými.
Við getum gert betri grein fyrir þessu með reynslu sem við eigum
öll. Ég á við það að þýða og að lesa þýðingar úr erlendum tungum. Það
sem þýðandinn mætir er máltækur texti, það er eitthvað sagt, munn-
legt eða skriflegt, sem honum ber að þýða á sína eigin tungu. Hann er
bundinn af því sem stendur og þó getur hann ekki einfaldlega snúið
hinu sagða úr hinu erlenda máli yfir á sitt eigið, án þess að verða
sjálfur sá sem segir það. Þetta þýðir að hann verður að sigrast á hinu
óendanlega rými þess sem sagt er á hinu erlenda máli. Allir vita hvað
þetta er erfitt. Allir vita hvernig þýðingin svo að segja fletur úr því
sem sagt er á erlenda málinu. Þýðingin birtist á sléttu þar sem orð-
skilningur og setningasnið fylgja upprunalega textanum en þýðingin
hefur ekkert rúmtak, ef svo má segja. Hana vantar þriðju víddina þar
sem hinn upprunalegi texti - það er, það sem var upphaflega sagt -
markaði sín skilningsumdæmi. Þetta eru óhjákvæmilegar takmark-
anir allra þýðinga. Ekkert kemur í stað hins upprunalega. Haldi
maður að það sem upprunalega var borið á borð og hefur nú verið
varpað á sléttuna hljóti þá að vera orðið auðskildara í þýðingunni, þar
eð margt sem áður var ýjað að í baksviði eða lá á milli línanna flutt-
ist ekki yfir - haldi maður að þessi rýrnun til óbrotins skilnings hljóti
að auðvelda skilning, þá skjátlast manni. Engin þýðing er jafn skilj-
anleg og upprunatexti hennar. Skilningur er alltaf það að kunna til
172