Hugur - 01.06.2002, Síða 49
Hugur, 14. ár, 2002
s. 47-69
Þorsteinn Gylfason
Refir og broddgeltir,
dýrlingur og snákur
Til minningar um W.V.O. Quine og G.E.M. Anscombe
§1 Tvö andlát
Um þúsaldamótin létust tveir af fremstu heimspekingum síðari hluta
aldarinnar sem leið, sannkallaðir meistarar greinarinnar.1 Willard Van
Orman Quine dó á jóladag 2000, 92 ára að aldri. Hann var fæddur í
Akron, Ohio 25ta júní 1908. Hann kallaði allt sem ekki var frá Akron
,,anakronisms“. Elizabeth Anscombe lézt í Cambridge á Englandi 5ta
janúar 2001, 81 árs. Hún fæddist í London 18da marz 1919. Quine var
alla starfsævi sína prófessor í Harvardháskóla og bjó í Boston.
Anscombe kenndi framan af starfsárum sínum á Somerville College í
Oxford, en varð 1970 prófessor í Cambridge. Hún bjó þar í bænum til
dauðadags. Þar var hún grafin við hlið kennara síns og vinar Ludwigs
Wittgenstein (1889-1951). Hún sagði við mig upp úr þurru í elli sinni
að kynni þeirra Wittgensteins heíðu verið mesta ævintýri lífs síns.
Þeir lesendur Hugar, sem lært hafa heimspeki í háskóla, þekkja
ýmsar hugmyndir bæði Quines og Anscombe ef að líkum lætur, því að
þær eru úti um allt, leyndar eða ljósar, í ritum samtímaheimspekinga.
Islenzkar þýðingar á ritgerðum eftir þau bæði hafa birzt í Hug og rit-
gerðasafninu Heimspeki á tuttugustu öld sem Einar Logi Vignisson og
Ólafur Páll Jónsson ritstýrðu.2 í Hug hefur líka birzt langt viðtal sem
1 Ég þakka Mikael Karlssyni, Ólafi Páli Jónssyni og Jóni Ólafssyni fyrir yfir-
lestur og ábendingar.
2 G.E.M. Anscombe: lH4setningur“ í Hug XII-XIII, Reykjavík 2000-2001, 29-37
[í þýðingu Eyju Margrétar Brynjarsdóttur]; W.V.O. Quine: „Tvær kreddur
47