Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 23
Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson
Hugur
an frá upphafi er gagnrýni mín á afstæðishyggju um hugtök, en hana
túlkaði Rorty sem almenna gagnrýni á tiltekna mynd af því hvernig
mál og hugsun tengjast heiminum. Hann telur að hún feli í sér mjög
róttæka höfnun á hugmyndinni um teikn (e. representation)] meðan
ég álít hana vera gagnrýni á tiltekinn hugsunarhátt um tengsl hug-
ans eða tungumálsins og heimsins. Eg lít á hana sem gagnrýni á sam-
svörunarkenningar, en ekki sem gagnrýni á þá hugmynd að það séu
og verði að vera mjög skýr tengsl milli heimsins og hugsunar eða
tungumáls.
Skilaboð þín eru þá þau að tengslin milli máls og heims séu þannig
að heimspekin geti hugsanlega náð tökum á þeim efvið nálgumst þau
á réttan hátt?
Það er ljóst að við getum ekki stundað merkingarfræði án þess að
tengja tungumál heiminum, en algengasta gerð kenninga um þau
tengsl, sem fólk nefnir samsvörunarkenningar, gefur ranga mynd af
þessum tengslum. Samsvörunarkenning felur það í sér að til sé eitt-
hvað sem setningar samsvara og að þetta, hvaða nafni sem þú nefnir
það - aðstæður, staðreyndir, stöður mála - sé hliðar á heiminum eða
hlutar hans sem geri tilteknar setningar sannar. Ég held að úr þess-
ari tilteknu hugmynd, sem er afar eðlileg, sé ekki hægt að vinna með
neinum gagnlegum hætti og því hafna ég henni. En það þýðir ekki að
þú getir stundað merkingarfræði án þess að tengja málið heiminum.
Það sem þú getur fengið á hreint eru tengslin á milli setningarhluta
og hluta í heiminum. Nöfn hafa augljóslega einhver tengsl við ein-
staka hluti í heiminum og umsagnir eru vissulega sannar um sumt
og ekki um annað. Þetta eru grundvallarstaðreyndir merkingarfræð-
innar og þú verður að vinna úr þeim hvað það er fyrir setningu að
vera sönn. En þetta er ekki spurning um að hafna heiminum. Þetta
er bara spurning um að hafna ákveðinni merkingarfræðilegri nálgun
sem virst hefur mörgu fólki afar eðlileg en sem er engu að síður ekki
unnt að vinna úr að mínu viti.
Þú hefur deilt við John McDowell um samband hugar og heims; og
töluverður hluti nýlegrar bókar hans um þetta efni, Mind and World,
fer í að ræða meintan mun á skoðunum ykkar. Hver er þín skoðun á
málinu?
Við McDowell höfum vissulega rætt þó nokkuð um þetta efni al-
mennt. Ég held að við höfum núna skipst á íjórum pörum ritgerða um
þessar spurningar; og ég bauð honum reyndar til Berkeley í þrjá daga
21