Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 158
Hugur
Kristján G. Arngrímsson
Ingrid Scheibler hefur svo nýverið bent á, að það sé nú viðtekin hug-
mynd um Gadamer að hann sé „dæmigerður hefðarhyggjusinni“, og
sé það haft með neikvæðum formerkjum.8 Sjálf er Scheibler þó ekki
sammála þessari skoðun. Ekki er þörf að fara nánar út í þetta þar
sem það var ekki ætlun mín að finna hér nákvæma skilgreiningu á
Gadamer, heldur var fremur tilgangurinn að benda á hversu umdeilt
fordómahugtak hans er.
Frjálsi háðfuglinn
í bók sinni Contingency, Irony and Solidarity gerir Rorty grein fyrir
afstæðissjónarmiði sínu með því að draga upp mynd af persónu sem
mótast af því. Þetta er „háðski, nafnhyggjusinnaði menntamaðurinn“.
Gadamer hefði hafnað hugmyndinni um hann á tveimur forsendum
sérstaklega: í fyrsta lagi má draga í efa að það sjálf sem virðist fólgið
í þessari hugmynd standist í raun og veru. I öðru lagi, ef þessi mynd
af sjálfinu gengi í rauninni upp virðist sem hún væri uppskrift að
heldur dapurlegu hlutskipti.
Rorty heldur því fram, að þótt ef til vill megi segja að maður sé háð-
ur hefð og því tungumáli sem hún sér honum fyrir sé ekkert sem
bindi hann við eitthvert tiltekið tungumál. Hann skírskotar til tungu-
máls-leikja Wittgensteins og leggur áherslu á „Ieiki“. Það er að segja,
hvert og eitt tungumál er tungumáls-leikur og maður getur leikið
þann sem mann fýsir. (Þó virðist ekki mögulegt að ákveða að leika
engan leik).
Háðfuglinn lítur á orðin sem eru grundvöllur frumspeki, og þá
einkum hinnar opinberu umræðu í frjálsum lýðræðisríkjum,
eins og hvern annan texta, bara enn eitt safnið af litlum hlut-
um sem mennirnir hafa í fórum sínum. Hæfileiki [háðfuglsins]
til að átta sig á því hvernig það er að láta líf sitt byggjast á þess-
um orðum er ekki annar en hæfileiki [hans] til að átta sig á því
hvernig það er að láta líf sitt byggjast á ástinni á Jesú eða Stóra
bróður. Frjálslyndi [háðfuglsins] byggir ekki á því að [hann]
helgi sig þessum tilteknu orðum heldur í hæfileika [hans] til að
átta sig á því hvernig mörg mismunandi orðasöfn virka.9
8 Ingrid Scheibler: Gadamer: Between Heidegger and Habermas. (Lanham:
Rowman & Littlefield Publishers, Inc., 2000), bls. 6 (nmgr).
9 Rorty (1989), bls. 93-94.
156