Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 165
Hvað er sannfæring?
Hugur
byrja að negla. Sá sem slíkt gerir veit fyrirfram tvennt varðandi ham-
arinn; hann veit hvað hann ætlar að gera, og hann veit að hamar er
rétta tækið til þess. En ólíklegt má telja að ungabarnið standi sig að
því að vilja koma tilteknum skilaboðum á framfæri og geri sér grein
fyrir því að þessi frábæri hlutur sem fullorðna fólkið notar, tungumál-
ið, er einmitt rétta tækið sem þarf til að koma þessum skilaboðum á
framfæri. Það er að segja, ungabarnið er ekki meðvitað um hvað
tungumálið er áður en barnið byrjar að „nota“ það.
Frekari vandkvæði
Markmiðið í þessari ritgerð hefur verið að varpa ljósi á fordómahug-
tak Gadamers og sýna fram á hvernig það hefur jákvæða hlið, og
svara með því að einhverju leyti þeirri gagnrýni sem Gadamer hefur
sætt vegna tilrauna sinna til að sýna fram á gildi þess. En ef við setj-
um nú sem svo, að maður láti sannfærast af rökum Gadamers um að
við þurfum á fordómum að halda til að geta haft raunverulega sann-
færingu, hefur maður þá ekki þar með vaðið beint út í annan pytt, það
er að segja einhverskonar menningarlega afstæðishyggju? Ef Gadam-
er hefur rétt fyrir sér, getur maður þá nokkuð annað gert, ef hann
lendir í þeirri aðstöðu að fordómar hans og sannfæring er í andstöðu
við fordóma og sannfæringu einhverra annarra, en að verja eigin for-
dóma fyrir fordómum hinna til þess að vernda eigin sjálfsmynd? Og
getur Gadamer svarað því, hvað - ef eitthvað - maður geti gert ef
maður er svo óheppinn að vera sprottinn úr hefð sem ýtir undir voða-
verk, eins og til dæmis umskurð á stúlkubörnum? Væri þá ekki leið
Rortys betri? Ég held að Gadamer eigi í rauninni svör við þessari
gagnrýni, en þau verða ekki tíunduð hér. Þó má nefna, að hugmynd
Gadamers um sambræðslu sjóndeildarhringa gefur honum, að ég tel,
möguleika á að bregðast við þessum spurningum.22
22 Þessi grein er byggð á öðrum kafla doktorsritgerðar minnar, Protecting our
Prejudices? Is Gadamer’s Hermeneutics Ethnocentric? (York University, Tor-
onto, 2001). Ég þakka Jóni Ólafssyni, ritstjóra Hugar, gagnrýnar athuga-
semdir við fyrri gerðir þessarar greinar.
163