Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 109
Nietzsche á hafi verðandinnar
Hugur
Ólíkt Derrida býður Nietzsche upp á sifjafræöilega greiningu á tilurð
andstæðunnar milli sannleika og lygi. Þótt ekki sé til neinn sannur
heimur sem grundvallar skilin þar á milli í mannlegu samfélagi
storkna skilin í tímans rás:
Hvað er þá sannleikur? Ólgandi herskari myndhverfinga,
nafnskipta, mannhverfinga, í stuttu máli sagt samsafn mann-
legra tenginga sem hafa verið ýktar, yfirfærðar og skrýddar af
mikilli skáldskaparlist og málsnilld og hafa gegnum aldirnar
öðlast fastan, löghelgan og bindandi sess meðal þjóðanna.30
Sannleikur mannanna er tengdur sköpun (lista)mannsins órjúfanleg-
um böndum. Með tímanum gleymist kvika sköpunarinnar, sannleik-
urinn storknar og öðlast fastan, löghelgan og bindandi sess meðal
þjóðanna. Með sama hætti og sannleikur verður til og nær stöðug-
leika í samfélaginu gerist hið sama í minni samfélögum á borð við vís-
indasamfélög. Ólíkt tómhyggjumönnunum sem eru ófærir um að
kveða já við sköpun sinni á hafi verðandinnar eru hinir frjálsu andar
nógu sterkir til að játa sköpunar- og drottnunarvilja sannleikans.
Nietzsche sá nokkra slíka frjálsa anda meðal samtímamanna sinna:
Kannski er að renna upp ljós fyrir fimm eða sex mönnum að
eðlisfræðin sé heldur ekki annað en ákveðin túlkun og hag-
ræðing veraldarinnar (að okkar eigin geðþótta, ef mér leyfist
að orða það svo) og ekki skýring á heiminum.31
Á þeirri rúmu öld sem liðin er frá því að Nietzsche skrifaði þessi orð
hefur hinum frjálsu öndum farið fjölgandi innan náttúru-, félags- og
hugvísinda. Enn sem áður finnast þó tómhyggjumenn sem hafa það á
tilfinningunni að sannleikur sem sköpunarverk (lista)mannsins sé
ekki nóg. Þótt Sigríður sé ófær um að kveða já við mannlegri sköpun
sannleikans lýsir hún ágætlega afstöðunni sem hún getur ekki sætt
sig við:
Breytt viðhorf heimspekingsins til sannleikshugsjónarinnar
einkennist nú af skýrri vitund um afstæði eigin túlkana.
Heimspekingurinn heldur þekkingarleitinni áfram. Hann
30 Sama rit, s. 20-21; leturbreyting mín.
31 Friedrich Nietzsche, Handan góðs og ills, §14, s. 101.
107