Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 104

Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 104
Hugur Davíð Kristinsson asti hefðbundni frumspekingurinn og gagnrýnir síðar Nietzsche-túlk- un Derridas sjálfs. Eina afstaðan til Nietzsches sem Sigríður virðist samþykkja skilyrðislaust er Nietzsche-gagnrýni algildis- og skynsem- ishyggjusinnans Jiirgens Habermas. Eftir að hafa reifað gagnrýni Habermas er að mati Sigríðar „hægur leikur að afsanna sannleik- skenningu Nietzsches" (44). Gagnrýnin sem Sigríður styðst við byggir á tvíhyggju sem er af- sprengi tómhyggju algildissinnans: Ef Guð er dauður er allt leyfilegt; ef sannleiksviljinn er ekki hreinn heldur samtvinnaður viljanum til valds þá er allt óhreint og sannleikurinn valdið eitt; ef sannleikurinn er tengdur við virka sköpun (lista)mannsins er sannleikurinn orðinn hreinn heilaspuni. Gagnrýni einhver gamla guðinn málar algildis- sinninn skrattann á vegginn. Rökbrellan sem hann beitir í ólíkum myndum gegn gagnrýninni á gamla guðinn er eftirfarandi: Haldi and- stæðingur hans því fram að ekki sé til einn Guð heldur margir guðir svarar hann því til að fjölgyðiskenning andstæðingsins sé ekki gild nema að hún sé (al)gild, þ.e. hin meinta mótsögn er sú að til þess að geta haldið fram fjölgyðiskenningu verði viðkomandi að styðjast við eingyðiskenningu, annars eigi kenning hans ekki hlut í hinu eina, hinu (al)gilda og sé því ógild. Sé hins vegar eitthvað til í skoðun fjöl- gyðissinnans er það, samkvæmt rökfærslu algildissinnans, til komið af því að hann viðurkennir að endingu, án þess að vera meðvitaður um það, tilvist gamla guðsins. Með því að notfæra sér slíkar „mótsagnarökbrellur" sem spretta úr tómhyggju algildissinna er hægðarleikur fyrir Sigríði að afsanna sannleikskenningu Nietzsches: Afstæðishyggjan sem aflausn frá öðrum sannleiksviðmiðum en viljanum til valds leiðir til er augljós. (44) Sé sannleikurinn bendlaður við hagsmuni og vald, sannleiksviljinn við viljann til valds og sannleiksviðmiðin sögð standa á hreyfanlegum undirstöðum er því svarað til að afstæðishyggjan verði allsráðandi. Sé ekki til neitt algildi er ályktað að allt sé afstætt, óreiðan ráði lögum og lofum, allt sé eins, ekkert skipti lengur máli. Yfir algildissinnann færist doði, ógleði og heimþráin eftir traustu landi sannleikans fer að segja til sín. Líkt og tengsl sannleikans við viljann til valds telur Sigríður teng- ingu sannleikans við sköpunarviljann leiða til afstæðis og óleysan- legra mótsagna: 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.