Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 60
Hugur
Þorsteinn Gylfason
und Husserl var í fyrirbærafræði sinni í Þýzkalandi framan af tutt-
ugugstu öldinni, eða Henri Bergson í Frakklandi. Þegar leið á öldina
varð heldur sjaldséð að heimspekingar reyndu að smíða kerfi. Þeir
vildu vera refir. Wittgenstein og Heidegger þverneituðu að kostur
væri á kerfum eins og fram er komið. Þeir sem harma dvínandi hylli
heimspekilegra kerfa á tuttugustu öld geta ekki kvartað yfir Quine.
Eða þá yfir nemanda hans Donald Davidson sem hefur sett saman
annað kenningakerfi, að mikilsverðu leyti reist á kerfi Quines.
Var Anscombe þá refur og Quine broddgöltur? Nei, þetta er villandi
samanburður á þeim. Þótt Anscombe hafi ekki sett saman neitt heild-
arkerfi er rík heildarhugsun í viðureign hennar við ráðgátur sínar,
sama hvað þær virðast sundurleitar við fyrstu sýn. Efnin sem hún
fæst við reynast tengjast á ótal vegu: stjórnspekin um lýðræðið við
siðfræðina, siðfræðin við athafnafræðina með ætlunarkenningunni,
ætlunarkenningin við kenningarnar um orsakir og afleiðingar og þar
fram eftir götunum.
A hinn bóginn reynist útlistun Quines á heildarmynd sinni af heim-
inum vera barmafull af Qölbreytilegum einstökum heimspekilegum
gátum. Oft eru þær gátur sem hann hefur hugsað upp sjálfur frekar
en sótt til annarra samtímahöfunda eða í heimspekisöguna. Hann
tekur síðan þessar gátur sjálfstæðum tökum, og margar þeirra eru al-
veg óháðar því hvort við föllumst á hugmyndir hans að öðru leyti. Ég
held til dæmis mikið upp á litla grein eftir hann um einfaldleika í vís-
indum þar sem skýrleiki og hugkvæmni tvinnast saman á örfáum
blaðsíðum, og bregða birtu á mikið efni í allri vísindalegri hugsun.37
Mun eldra dæmi um sams konar snilld er ritgerð hans „Sannindi eft-
ir samkomulagi“ frá 1936.38 Þar er hann að vísu að ijalla um einn
kjarnann í því sem átti eftir að verða heildarkerfi hans. En ritgerðin
stendur alveg á eigin fótum sem frumleg athugun á bæði sannleika og
samkomulagi (mannasetningum). I greininni um einfaldleikann er
hann bara að glíma við afmarkaða gátu, alveg án tillits til allra kerfa.
Frægust af öllum slíkum gátum Quines er sú sem hann leysti sjálf-
37 W.V.O. Quine: „On Simple Theories of a Complex World“ í The Ways ofPara-
dox and Other Essays, Harvard University Press, Cambridge, Massachusetts
1976, 255-258. Sbr. Þorstein Gylfason: „Sannleikur“ hjá Andra Steinþóri
Björnssyni, Torfa Sigurðssyni og Vigfúsi Eiríkssyni: Er vit í vísindum? Há-
skólaútgáfan, Reykjavík 1996, 161-164.
38 „Truth by Convention". Fyrst prentuð í Philosophical Essays for A. N. Whit-
ehead, Longmans, New York 1936. Endurprentuð í W.V.O. Quine: The Ways of
Paradox and Other Essays, Harvard University Press, Cambridge, Massac-
husetts og London 1976, 77-106, og miklu víðar.
58