Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 36
Hugur
Garðar A. Arnason
ekki heyrt um aðra „lækningu“, sem erfðafræðin hefur leitt til, en þá
að hægt er að gera nokkur genapróf á fóstri og láta eyða því ef alvar-
legt meingen finnst.
Sú mynd sem fjölmiðlar og almenningur virðast hafa af líffræði og
læknisfræði gerir genunum afar hátt undir höfði á kostnað umhverf-
isþátta. Mun hærra en flestir vísindamenn gera þeim, einkum eftir
uppgötvanir síðustu ára t.d. á eðli stjórnkerfa sem ákveða meðal ann-
ars hvaða hluti kjarnsýrunnar er lesinn og hvenær. Steindóri tekst af-
ar vel að sýna hversu margbrotin þessi mynd er og hversu margt við
eigum enn ólært um eðli genanna og þátt þeirra í þroskaferli og starf-
semi lífvera. Óhætt er að mæla með þessari lesningu sem mótefni við
yfirlýsingagleði talsmanna líftæknifyrirtækja og ofureinfóldunum
Qölmiðla. Steindór lýkur umQöllun sinni um nauðhyggju og smættar-
hyggju í erfðafræði með því að leiða líkur að því að smættarhyggjan
sé að syngja sitt síðasta. Hann vísar þar einkum í gagnrýni eðlisfræð-
inganna P.W. Andersons, R.B. Laughlins og David Pines, en sniðgeng-
ur þá miklu umfjöllun og gagnrýni sem smættarhyggjan hefur hlotið
innan vísindaheimspekinnar.11 Ef til vill er því til að svara að heim-
spekingar muni hafa lítil áhrif á örlög smættarhyggjunnar og þau
ráðist fyrst og síðast innan raunvísindanna sjálfra. Hvað sem því líð-
ur, þá er ég hræddur um að of snemmt sé að fagna endalokum smætt-
arhyggjunnar.
3.
Síðasta áratuginn eða svo hafa stríð geisað sem nefnast „raunvísinda-
stríðin“ (e. science wars). Þau hafa hlotið litla athygli á íslandi, en þó
hafa birst a.m.k. tvær greinar með fréttir af vígstöðvunum; önnur er
eftir Jón Ólafsson heimspeking og hin eftir Skúla Sigurðsson vísinda-
sagnfræðing.12 Erfitt er að finna ákveðna samnefnara í skoðunum
notkun sem finna algengustu stökkbreytingarnar í fólki af evrópskum upp-
runa (Genin okkar, bls. 59-60).
11 Almenn umfjöllun um smættarhyggju er aðgengileg í flestum ef ekki öllum
inngangsverkum um vísindaheimspeki. Mikil umræða hefur verið um
smættarhyggju í lífvísindum sérstaklega. Hér má nefna sem dæmi bók Sa-
hotras Sarkar, Genetics and Reductionism og áhugaverða gagnrýni Johns
Dupré á smættarhyggjuna í The Disorder ofThings (Cambridge, Mass.: Har-
vard University Press 1993), einkum bls. 121-131.
12 Jón Ólafsson: „Vísindastríðin, sannleikurinn og Rorty: Nokkrar hugleiðingar
í kringum nýlegar bækur“ Hugur 12.-13. árg., 2000-2001, bls. 109-116. Skúli
34