Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 155
Hugur, 14. ár, 2002
s. 153-163
Kristján G. Arngrímsson
Hvað er sannfæring?
Fordómahugtakið í túlkunarheimspeki Hans-Georgs
Gadamers
Einn umdeildasti þátturinn í túlkunarheimspeki Hans-Georgs Gad-
amers er án efa fordómahugtakið og tilraunir hans til að sýna fram á
gildi þess - og nauðsyn - sem forsendu sannfæringar. Til að varpa
ljósi á þann skilning sem Gadamer leggur í hugtakið fordómar verð-
ur í þessari ritgerð farin sú leið, að gera kenningar Richards Rortys
að skotspæni og draga þannig fram muninn á hugmyndum Gadamers
og Rortys um tengsl manns og tungumáls. Þótt Gadamer og Rorty séu
sammála um ákveðin grundvallarsjónarmið - þeir draga báðir í efa
möguleikann á algildu, hlutlægu sjónarhorni og telja báðir að skiln-
ingur manns og heimsmynd eigi sér rætur í hefð og því tungumáli
sem maður er sprottinn úr - virðist mér afstaða þeirra til tengsla
manns og tungu gerólík. Kjarninn í þessum muni er sá, að Rorty held-
ur því fram að því er virðist, að maður geti gert greinarmun á sjálfum
sér og þeirri menningarheíð sem hann sprettur úr og er mótaður af,
jafnvel sagt skilið við hana og valið sér sjálfur aðra heíð, málsamfélag
eða hóp. Maður kýs sér hefð á grundvelli þess hvaða hópi hann vill
sýna samstöðu, eða hvaða málsamfélag hentar honum best til að
takast á við tilveruna.1 Samkvæmt hugmyndum Rortys stýrist mað-
ur ekki af neinni nauðsyn við þetta val og er ekki bundinn af sinni
1 Sbr. Richard Rorty: Contingency, irony, and solidarity. (Cambridge: Cambrid-
ge University Press, 1989). Til dæmis segir Rorty þar að það sé hluti skil-
greiningarinnar á „háðfuglinum" að hann hafi efasemdir um þá málhefð sem
hann tilheyri og geri sér grein fyrir því að sú málhefð sé afstæð. Annarsstað-
ar í þessari sömu bók segir Rorty að maður komist aldrei nær raunveruleik-
anum með lýsingum sínum á honum, það eina sem maður geri sé að búa til
nýjar lýsingar, finna upp nýja málhefð (bls. 12).
153