Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 119
Mannréttindi: Pólitík eða lögfræði?
Hugur
anna kom til sögunnar árið 1948. Yfirlýsingin 1948 var þó, eins og
nafn hennar gefur til kynna, einungis viljayfirlýsing en var ekki laga-
lega bindandi sáttmáli. Ætlunin var að slíkur sáttmáli myndi fylgja í
kjölfarið en fyrir því reyndist ekki vera pólitískur vilji í ein 18 ár.
Vegna hugmyndaátaka kalda stríðsins upphófust miklar deilur um
hvað skyldi skilgreinast sem mannréttindi, hvort áherslurnar ættu
að vera á borgaraleg og pólitísk réttindi, eins og í Mannréttindayf-
irlýsingunni, eða hvort einnig að ætti að taka til efnahagslegra-, fé-
lagslegra-, og menningarlegra réttinda. Því varð yfirlýsingin að
tveimur sáttmálum, en ekki einum eins og upphaflega stóð til.9
Einnig var deilt um þá einstaklingshyggju sem endurspeglaðist í
sáttmálanum en það var ekki fyrr en með Vínaryfirlýsingunni 1993
sem reynt var að taka á þeim ágreiningi.10 í þessum sáttmálum eru
talin upp þau réttindi sem allir eru taldir hafa óháð því hvort þau séu
í raun og veru veitt.
Einkenni mannréttinda
Nokkur einkenni mannréttinda hafa verið talin:
1. Réttindanna er krafist. Ronald Dworkin, til dæmis, telur að til að
hægt sé að krefjast ákveðinna réttinda, verði þau að vera til staðar
sem nokkurs konar „tromp“ líkt og tromp eru notuð í spilum. Þ.e., að
hafa rétt á einhverju þýðir að hafa nógu stranga kröfu til einhvers
sem vegur meira en aðrar kröfur til þess sama, eða til einhvers sem
er ósamræmanlegt þessari ströngu kröfu.11
2. Mannréttindi eru algild þar sem fólk hefur slík réttindi fyrir það
eitt að vera mannlegar verur. Samkvæmt því er öll mismunun, byggð
t.d. á kyni, kynþætti, félagslegri eða borgaralegri stöðu, óréttmæt.
Vegna þess að allir karlar og konur tilheyra þessum hópi óháð búsetu
eða þjóðerni, á ekki að vera hægt að lýsa því yfir að „mannréttindi
gildi ekki hér“. Þau eiga að gilda alls staðar þar sem allir teljast til
fullgildra mannvera. Richard Rorty heldur því aftur á móti fram að
þessi yfirlýsing eigi illa við raunveruleikann eins og hann er nú. Þeir
sem brjóta gegn mannréttindum gera það vegna þess að þeir líta ekki
á þann sem brotið er gegn sem fullgilda mannveru. Því hafi þeir sem
9 Alþjóðasamningur um borgaraleg og stjórnmálaleg réttindi (1963) og Al-
þjóðasamningur um efnahagsleg, félagsleg og menningarleg réttindi (1963).
10 Vienna Declaration and the Program of Action (1993).
11 Ronald Dworkin 1977. Taking Rights Seriously. Duckworth, Bristol.
117