Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 129
Aðhylltist Magnús Stephensen náttúrurétt?
Hugur
öld. Einn af fremstu réttarheimspekingum samtímans, John Finnis í
Oxford, hefur gerzt aðsópsmikill talsmaður náttúruréttar meðal
fræðimanna á síðustu tuttugu árum. Hann er raunar kaþólskari en
páfinn án þess þó að kenning hans sé reist á trú hans. Um bók hans
Natural Law and Natural Right hefur Garðar Gíslason hæstaréttar-
dómari skrifað prýðilega ritgerð á íslenzku.9
Náttúrurétti er meðal annars ætlað að vera skynsamleg réttlæting
þess, í ljósi frumgæða mannlífsins, að ýmis almenn siðalögmál séu
ófrávíkjanleg. Hér kemur Guð almáttugur og trúin á hann hvergi við
sögu, heldur náttúrleg skynsemi ein.10 Ingi Sigurðsson hefur eftir
Sveini lögmanni Sölvasyni í Tyro Juris að náttúruréttur eða náttúr-
unnar lögmál (jus naturae) sé í fyrstu „innprentad í Mannsins Skiiln-
ing og Vilia, en sidan ... hverium manni medfædt, hvar af Skynsemen
gefur ad þeckia, hvad Madur skal gipra, og hvad ecke gipra."11 Þetta
er nærri lagi þótt í það vanti tilvísunina til frumgæða mannlífsins.
Eg ætla að lýsa náttúrurétti sem skynsamlegri réttlætingu mann-
réttinda í ljósi frumgæða mannlífsins, í þeirri trú að fólk kannist við
mannréttindi í ströngum skilningi orðsins. Þennan stranga skilning
má afmarka að hætti Herberts Hart. Mannréttindi hefur fólk í fyrra
lagi sem menn, það er að segja sem einstaklingar af tegundinni hinn
viti borni maður, en ekki til dæmis sem íslendingar eða Kínverjar. í
síðara lagi eru mannréttindi ekki mannasetningar, það er að segja
reglur sem menn hafa sett sér eða komið sér saman um.12
Náttúruréttur er grundvöllur allra laga eins og stjórnarskrá er
grundvöllur landslaga.
III. Ræða Magnúsar
Aður en við lítum á setningarræðu Magnúsar í Landsyfirrétti, í ljósi
þessarar lýsingar á náttúrurétti, verð ég að segja lauslega frá efni
ræðunnar.
9 Garðar Gíslason: „Náttúruréttur í nýju ljósi“ í Eru lög nauðsynleg? Bókaút-
gáfa Orators, Reykjavík 1991, 57-76.
10 Sbr. Finnis: Natural Law and Natural Right, 48.
11 Ingi Sigurðsson: Hugmyndaheimur Magnúsar Stephensens, 60. Eftir Sveini
Sölvasyni: Tyro Juris edur Barn i Logum ..., Kaupmannahöfn 1754, 3.
12 H.L.A. Hart: „Are There Any Natural Rights?“ í Philosophical Review 64
(1955), 175-191. Sjá einkum 175-176. Sbr. Þorstein Gylfason: „Er eignarrétt-
ur náttúrlegur?" 612. Hart er hér að skilgreina náttúrleg réttindi („natural
rights"), en það er óhætt að hafa skilgreininguna um mannréttindi líka.
127