Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 24
Hugur
Mikael Karlsson ræðir uið Donald Davidson
stuttu eftir að bók hans kom út, ekki til að halda opinberan fyrirlest-
ur heldur til þess eins að ræða saman, sem við gerðum með mikilli
ánægju. Við höfum einnig gert klukkustundarlangt myndband um
skoðanir okkar. Skoðun mín er sú að enginn áþreifanlegur munur sé
á okkur. Skoðun hans er sú að munurinn sé eins mikill og orðið get-
ur. Svo þetta er einn af þessum áhugaverðu hlutum og við reynum
áfram að leysa úr þessu.
Þá hlýtur að vera einhver kerfisbundinn misskilningur ...
Vissulega, en það er það sem erfitt er að festa hönd á. Ég get auð-
vitað bara lýst þessu frá mínu sjónarhorni. I fyrsta lagi myndi ég
segja að við McDowell séum á einu máli um það, að þekking á heim-
inum geti ekki byggst upp af einhverju á borð við skynjanir eða skyn-
reyndir, sýnd, því sem virðist og svo framvegis, sem ekki megi tjá sem
staðhæfingu. Ég hef ætíð lagt áherslu á þetta, vegna þess að ég hafbi
lesið ýmislegt þegar í menntaskóla sem virtist sýna að engin leið væri
að vinna úr neinu á borð við skynreyndakenningu á árangursríkan
hátt. Þetta er því útgangspunktur okkar McDowells, en næsta spurn-
ing er þá hvernig við tengjum það sem skilningarvitin veita okkur við
heiminn. Viðhorf mitt til þessa er afar einfalt. í stuttu máli held ég að
við höfum einhverja skynreynslu og myndum okkur skoðanir í kjöl-
farið; og til er skýring á því hvers vegna slíkar skoðanir eru oft sann-
ar: hvers vegna megi fallast á þær skoðanir sem við myndum okkur
þegar við eigum samskipti við heiminn. Nú, hér komum við - kannski
- að mismun á okkur McDowell. Hann telur að ef eina útskýringin
sem þú gefur á þessu sé útskýring af mínu tagi, þá hafirðu gleymt ein-
hverju afar mikilvægu, nefnilega reynslunni. Hann telur að rétt sé að
segja að sú reynsla hafi inntak eins og staðhæfing en jafngildi ekki
nauðsynlega skoðun. Við nemum inntak, en það sé síðan á okkar valdi
hvort við fóllumst á það. McDowell telur að þetta sé sú greinargerð
sem við finnum hjá Kant, sem hann heldur að hafi hitt naglann á höf-
uðið. Skoðun mín er sú að ómögulegt sé að koma orðum að því hvað
það feli í sér að nema inntak ef það er ekki fyrirbæri á borð við skoð-
anir. Við vitum heilmargt um þau viðhorf sem við höfum til staðhæf-
ingar: að trúa henni, efast um hana, að velta því fyrir sér hvort, að
vona að og svo framvegis. En við eigum ekki einu sinni orð yfir það
viðhorf til inntaksins sem McDowell er að tala um og mér finnst því
erfitt að henda reiður á því. En hvað sem því líður, þá kann þetta að
vera raunverulegur munur á okkur. McDowell telur að það verði að
vera eitthvað í reynslunni sem er ekki á okkar valdi, á meðan skoðun
22