Hugur - 01.06.2002, Page 24

Hugur - 01.06.2002, Page 24
Hugur Mikael Karlsson ræðir uið Donald Davidson stuttu eftir að bók hans kom út, ekki til að halda opinberan fyrirlest- ur heldur til þess eins að ræða saman, sem við gerðum með mikilli ánægju. Við höfum einnig gert klukkustundarlangt myndband um skoðanir okkar. Skoðun mín er sú að enginn áþreifanlegur munur sé á okkur. Skoðun hans er sú að munurinn sé eins mikill og orðið get- ur. Svo þetta er einn af þessum áhugaverðu hlutum og við reynum áfram að leysa úr þessu. Þá hlýtur að vera einhver kerfisbundinn misskilningur ... Vissulega, en það er það sem erfitt er að festa hönd á. Ég get auð- vitað bara lýst þessu frá mínu sjónarhorni. I fyrsta lagi myndi ég segja að við McDowell séum á einu máli um það, að þekking á heim- inum geti ekki byggst upp af einhverju á borð við skynjanir eða skyn- reyndir, sýnd, því sem virðist og svo framvegis, sem ekki megi tjá sem staðhæfingu. Ég hef ætíð lagt áherslu á þetta, vegna þess að ég hafbi lesið ýmislegt þegar í menntaskóla sem virtist sýna að engin leið væri að vinna úr neinu á borð við skynreyndakenningu á árangursríkan hátt. Þetta er því útgangspunktur okkar McDowells, en næsta spurn- ing er þá hvernig við tengjum það sem skilningarvitin veita okkur við heiminn. Viðhorf mitt til þessa er afar einfalt. í stuttu máli held ég að við höfum einhverja skynreynslu og myndum okkur skoðanir í kjöl- farið; og til er skýring á því hvers vegna slíkar skoðanir eru oft sann- ar: hvers vegna megi fallast á þær skoðanir sem við myndum okkur þegar við eigum samskipti við heiminn. Nú, hér komum við - kannski - að mismun á okkur McDowell. Hann telur að ef eina útskýringin sem þú gefur á þessu sé útskýring af mínu tagi, þá hafirðu gleymt ein- hverju afar mikilvægu, nefnilega reynslunni. Hann telur að rétt sé að segja að sú reynsla hafi inntak eins og staðhæfing en jafngildi ekki nauðsynlega skoðun. Við nemum inntak, en það sé síðan á okkar valdi hvort við fóllumst á það. McDowell telur að þetta sé sú greinargerð sem við finnum hjá Kant, sem hann heldur að hafi hitt naglann á höf- uðið. Skoðun mín er sú að ómögulegt sé að koma orðum að því hvað það feli í sér að nema inntak ef það er ekki fyrirbæri á borð við skoð- anir. Við vitum heilmargt um þau viðhorf sem við höfum til staðhæf- ingar: að trúa henni, efast um hana, að velta því fyrir sér hvort, að vona að og svo framvegis. En við eigum ekki einu sinni orð yfir það viðhorf til inntaksins sem McDowell er að tala um og mér finnst því erfitt að henda reiður á því. En hvað sem því líður, þá kann þetta að vera raunverulegur munur á okkur. McDowell telur að það verði að vera eitthvað í reynslunni sem er ekki á okkar valdi, á meðan skoðun 22
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.