Hugur - 01.06.2002, Blaðsíða 104
Hugur
Davíð Kristinsson
asti heföbundni frumspekingurinn og gagnrýnir síðar Nietzsche-túlk-
un Derridas sjálfs. Eina afstaðan til Nietzsches sem Sigríður virðist
samþykkja skilyrðislaust er Nietzsche-gagnrýni algildis- og skynsem-
ishyggjusinnans Jurgens Habermas. Eftir að hafa reifað gagnrýni
Habermas er að mati Sigríðar „hægur leikur að afsanna sannleik-
skenningu Nietzsches“ (44).
Gagnrýnin sem Sigríður styðst við byggir á tvíhyggju sem er af-
sprengi tómhyggju algildissinnans: Ef Guð er dauður er allt leyíilegt;
ef sannleiksviljinn er ekki hreinn heldur samtvinnaður viljanum til
valds þá er allt óhreint og sannleikurinn valdið eitt; ef sannleikurinn
er tengdur við virka sköpun (lista)mannsins er sannleikurinn orðinn
hreinn heilaspuni. Gagnrýni einhver gamla guðinn málar algildis-
sinninn skrattann á vegginn. Rökbrellan sem hann beitir í ólíkum
myndum gegn gagnrýninni á gamla guðinn er eftirfarandi: Haldi and-
stæðingur hans því fram að ekki sé til einn Guð heldur margir guðir
svarar hann því til að fjölgyðiskenning andstæðingsins sé ekki gild
nema að hún sé (al)gild, þ.e. hin meinta mótsögn er sú að til þess að
geta haldið fram fjölgyðiskenningu verði viðkomandi að styðjast við
eingyðiskenningu, annars eigi kenning hans ekki hlut í hinu eina,
hinu (al)gilda og sé því ógild. Sé hins vegar eitthvað til í skoðun Qöl-
gyðissinnans er það, samkvæmt rökfærslu algildissinnans, til komið
af því að hann viðurkennir að endingu, án þess að vera meðvitaður
um það, tilvist gamla guðsins.
Með því að notfæra sér slíkar „mótsagnarökbrellur“ sem spretta úr
tómhyggju algildissinna er hægðarleikur fyrir Sigríði að afsanna
sannleikskenningu Nietzsches:
Afstæðishyggjan sem aflausn frá öðrum sannleiksviðmiðum
en viljanum til valds leiðir til er augljós. (44)
Sé sannleikurinn bendlaður við hagsmuni og vald, sannleiksviljinn
við viljann til valds og sannleiksviðmiðin sögð standa á hreyfanlegum
undirstöðum er því svarað til að afstæðishyggjan verði allsráðandi. Sé
ekki til neitt algildi er ályktað að allt sé afstætt, óreiðan ráði lögum
og lofum, allt sé eins, ekkert skipti lengur máli. Yfir algildissinnann
færist doði, ógleði og heimþráin eftir traustu landi sannleikans fer að
segja til sín.
Líkt og tengsl sannleikans við viljann til valds telur Sigríður teng-
ingu sannleikans við sköpunarviljann leiða til afstæðis og óleysan-
legra mótsagna:
k
102