Hugur - 01.06.2002, Page 103

Hugur - 01.06.2002, Page 103
Nietzsche á hafi verðandinnar Hugur á „Um sannleika og lygi“ eftir Nietzsche,19 gerir Sigríður þann skugga Guðs að viðfangsefni sem gjarnan er nefndur Sannleikurinn. Við lest- ur greinarinnar er ljóst að hjarta hennar fyllist ekki þakklæti, undr- un, hugboðum og eftirvæntingu við þær fregnir að með gamla guðin- um hafi einnig gamli sannleikurinn dáið. Sigríður virðist ófær um að kveða já við þessum ánægjulegu tíðindum, þessari dagrenningu nýrra tíma, við þeirri frétt að sannleikurinn sé laus undan upphafinu, sanna heiminum, verunni og sigli nú á hafi verðandinnar. Textinn minnir frekar á sorgarathöfn sjóveikra tómhyggjumanna sem syrgja dauða eilífs, óbreytanlegs sannleika. Vantraust í garð verðandinnar kallar fram heimþrá efir landi sannleikans, eða með orðum Ni- etzsches: „Það sem mestu varðar hlýtur að eiga sér annan, sérstakan uppruna - það getur ekki átt sér rætur í þessum hverfula, ginnandi, brigðula og lítilsiglda heimi“. Ekki er auðhlaupið að greina eigin afstöðu Sigríðar í umíjöllun hennar um Nietzsche og túlkendur hans. Afstaðan skýrist þó skoði maður spurningarnar sem hún ber ítrekað fram. Rauði þráðurinn í grein Sigríðar er spurningin hvort Nietzsche geti gert tilkall til gild- is eigin kenninga um leið og hann hafnar algildi sannleikans. Hún kynnir fyrirætlun sína með eftirfarandi hætti: Hér á eftir ætla ég að draga upp mynd af sannleikskenningu Nietzsches með hliðsjón af spurningunni um afstæði og algildi sannleikans. [...] Um leið mun ég gera grein fyrir því að mót- sögnin milli afstæðis og algildis sannleikans í kenningu Ni- etzsches fellur um sjálfa sig á grundvelli kenningar hans um afstæði alls sannleika, einnig þess sannleika sem Nietzsche telur sig hafa höndlað með kenningum sínum um viljann til valds og eilífa endurkomu hins sama. (41) Til að leggja mat á þessa spurningu kallar Sigríður til Nietzsche-túlk- anir Martins Heidegger og Jacques Derrida.20 Hún tekur undir gagnrýni Derridas á þá túlkun Heideggers að Nietzsche sé í raun síð- Sigríður Þorgeirsdóttir, Kvenna megin. Ritgerðir um femíníska heimspeki, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, s. 35-48. 19 Friedrich Nietzsche, „Um sannleika og lygi í ósiðrænum skilningi", þýð. Sig- ríður Þorgeirsdóttir og Magnús Diðrik Baldursson, Skírnir 167 (vor 1993), s. 15-33. 20 Martin Heidegger, Nietzsche, 2 bindi, Pfullingen, 1961; Jacques Derrida, Eper- ons. Les styles de Nietzsche (Sporar. Stílar Nietzsches), París: Flammarion, 1978. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.