Hugur - 01.06.2002, Side 161

Hugur - 01.06.2002, Side 161
Hvað er sannfæring? Hugur um „háðska menntamanninn“ virðist, við nánari athugun, vera sjálíhrekjandi.15 Nú mætti ef til vill halda því fram að ég hafi ekki verið fyllilega sanngjarn í útleggingu minni á kenningum Rortys, og að hún bjóði upp á rausnarlegri túlkun. Hlutskipti háðfuglsins hafi jákvæðar hlið- ar og eins gæti maður ætlað háðfuglinum hæfileika á borð við víðsýni sem geri honum kleift að meta jafnt mismunandi afstöðu til lífsins, jafnvel þegar hans eigin afstaða er með í spilinu. Er ekki háðfuglinn hinn eini sanni lýðræðissinni sem vill umfram allt að sem fjölbreytt- astur skilningur á lífinu fái notið sín? (Rorty hefur jú haldið því fram að lýðræði sé mikilvægara en heimspeki). Það sem fyllir mig efasemd- um um að þessi túlkun gangi upp er að ef háðfuglinn ætti að meta mismunandi lífsafstöðu yrði hann að hafa einhveijar forsendur til þess og til að um jafnt mat yrði að ræða yrðu þessar forsendur að vera hlutlægar, en Rorty hefur sjálfur ítrekað hafnað möguleikanum á hlutlægum forsendum. Því virðist mér að hættan væri sú, að mat háð- fuglsins væri í raun tilviljunarkennt - það er að segja, hvaða forsend- ur hann legði til grundvallar matinu væri ekki sprottið af neinni hlut- lægri nauðsyn, og hví skyldi hann hafa jöfnuð að leiðarljósi? Hvers vegna ætti hann að líta á jöfnuð sem mikilvægari hefð en einhverja aðra? Hvers vegna skyldi hann ekki bara láta hlutkesti ráða því hvaða hefð hann legði til grundvallar matinu? Það er sama hvað yrði ofan á, það væri eins góð afstaða og hver önnur (en svo sem ekkert betri heldur). Það væri að minnsta kosti viðbúið að maður efaðist um að háðfuglinn væri einlægur í mati sínu, og þá væri hætt við að mað- 15 En setjum nú sem svo, að þessi háðski menntamaður gasti raunverulega ver- ið til. Hvernig væri hlutskipti hans? Ég held að svara við þessari spurningu megi leita í skáldsögum, og nefni þá sérstaklega Minnisblöð úr undirdjúpun- um eftir Dostojevskí. Hetja þeirrar sögu kveðst vera sjúkur maður, haldinn af þeim kvilla sem er of mikil meðvitund og lýsir sér í því, að hann getur séð í gegnum öll þau gildi sem venjulegt fólk hefur í heiðri. Þess vegna getur und- irdjúpamaðurinn hafnað öllum þessum gervigildum, því að hann sér hvað þau í rauninni eru - merkingarlaus viðfangsefni sem einfeldningar hafa fundið sér til þess að fylla hugann. Undiijúpamaðurinn kveðst þó öfunda ein- feldningana, en það kemur fyrir ekki, því að eins og John Stewart hefur rétti- lega bent á: „Þegar maður hefur smitast af þessum sjúkdómi getur maður ekki snúið aftur til hins saklausa, óyfirvegaða lífs hefða og venja.“ (John Ste- wart 1995. „Hegel and the myth of Reason." The Owl of Minerva, 26, 2, bls. 196). Þess vegna er undirdjúpamaðurinn (sem ég er að halda fram að sé möguleg birtingarmynd háðska menntamannsins) eiginlega kominn í vits- munalega sjálfheldu og hefur hörfað niður í kjallaraholu sína og á vart aftur- kvæmt. 159
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.