Hugur - 01.06.2002, Page 162

Hugur - 01.06.2002, Page 162
Hugur Kristján G. Arngrímsson ur gæti ekki viðurkennt hann sem þátttakanda í samræðu. Ég er í rauninni ekki að neita því að það væri mögulegt að líta jákvætt á háð- fuglinn, ég er fremur að halda því fram að það sé alveg jafn líklegt að háðfuglinn tæki á sig þá neikvæðu mynd sem ég brá upp hér að ofan. En þetta er einmitt vandinn við afstöðu Rortys: Það er ekkert sem tekur af vafann. (Og hann yrði sjálfsagt mjög sáttur við það). Binding hefðarinnar Gadamer myndi ekki hafna hugmynd Rortys um háðfuglinn á þeim forsendum að hún gefi ranga mynd af því sem okkur beri að gera held- ur myndi hann fremur halda því fram, að í rauninni sé ekki hægt að vera háðfugl, og að sá sem telji sig vera það sé ofurseldur sjálfsblekk- ingu. Blekkingin er fólgin í því að halda að maður sé óbundinn af nokkurri einni málheíð fremur en annarri og geti því „hoppað“ á milli hefða, það er að segja, verið algerlega fijáls. Gegn þessu heldur Gad- amer því fram, að maður sé ætíð bundinn því tungumáli og þeirri hefð sem hann er sprottinn úr. Helstu rök Gadamers fyrir þessu má sækja í hugmyndir hans um tungumálið og eðli tengsla mannsins við það. I því sem eftir er af þessari ritgerð verður gerð grein fyrir tvennum rök- um Gadamers fyrir bindingu hefðarinnar, sem þó eru samtvinnuð, það er, sjálfgleymi tungunnar og að ekki verður farið út fyrir hana. Kenn- ing mín er því í raun tvíþætt: Gadamer sýnir fram á að „hefðahopp“ að hætti Rortys er óhugsandi, og þar með sleppur hann við þær ógöngur sem háðfugl Rortys lendir í þegar hann grefur undan möguleika sín- um á eiginlegri sannfæringu. En þessi binding manns við hefðina og tunguna gerir að verkum að hugsun manns kemst ekki upp úr ákveðnum skorðum, og það er það sem Gadamer kallar fordóma.16 Gadamer hefur bent á, að það hafi verið „eitt af stærstu afrekum rómantíkurinnar“ að uppgötva „að tungumál fela í sér heimsmynd- ir“.17 Þetta þýðir meðal annars að maður „býr í“, ef svo má að orði 16 Nietzsche var öllu afdráttarlausari þegar hann setti fram svipaða fullyrðingu í Viljanum til valds: „Skynsamleg hugsun er túlkun í samræmi við skipulag sem við getum ekki losað okkur við.“ (Friedrich Nietzsche: The Will to Power, ensk þýðing eftir Walter Kaufmann og R.J. Hollingdale. [New York: Vintage Books, 1967], bls. 283). Gadamer er reyndar að vísa til þess, að þessi for-mót- un hugsunarinnar leiði til menningarlegs mismunar milli fólks, en Nietzsche var að sýna fram á að mennirnir ættu aldrei neinn möguleika á að nálgast hinn hlutlæga sannleika um heiminn. 17 Hans-Georg Gadamer: Truth and Method, Second, Revised Edition, ensk 160
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.