Hugur - 01.06.2002, Síða 20

Hugur - 01.06.2002, Síða 20
Hugur Mikael Karlsson ræðir við Donald Davidson spekileg, en sem enginn hafði í raun og veru sameinað á sama hátt og hann. Eg einbeitti mér einkum að áhuga hans á skynsemisbresti eða rökleysu. Þessi áhugi sprettur af því að taka alvarlega hugmyndina um undirmeðvitundina. Nú er það ekki svo að enginn hafi vitað af undirmeðvitundinni á undan Freud; en hann kynnti til sögunnar þá skoðun að undirmeðvitundin væri á sinn hátt gangverk í huganum sem kæmi upp á yfirborðið reglulega og hefði áhrif á meðvitaða hugs- un manns og ákvarðanatöku. Þetta voru því þau atriði sem ég lagði áherslu á. Þar sem ég var nú að halda Ernest Jones fyrirlestur las ég dálítið eftir Ernest Jones. Og ég rakst á mjög skemmtilega stutta grein sem hann hafði skrifað án nokkurs fyrirvara þegar hann var að halda fyrirlestra í Kanada. Hún fjallaði um atvik sem hann hafði les- ið um í dagblaði. Svo virðist sem bandarísk kona hafi verið að fara yf- ir ána undir Niagarafossum - sem var gaddfreðin - og komist í hann krappan þegar ísinn tók skyndilega að bresta. Hún hafnaði tveimur tækifærum til björgunar - við gætum hæglega sagt það „skynsemis- brest“ - og að lokum skolaði henni burt og hún drukknaði í straumn- um. Ernest Jones lagði fram sálgreiningartilgátu, sem hann byggði á blaðagreininni og smá eftirgrennslan, um hvað hefði átt sér stað. Eg hafði mjög gaman af tilgátunni og notaði hana því sem útgangspunkt í umfjöllun um ýmsar hliðar hugans sem ég taldi að greina mætti hjá Freud. Ein ritgerða minna frá 1982, sem heitir „Paradoxes and Irrationalities“ varð til upp úr fyrirlestrinum sem ég hélt. En því mið- ur er þessari sögu, sem kom mér af stað, sleppt þar. Hvaða augum lítur þú meint skil á milli rökgreiningarheimspeki og fyrirbærafræðilegra eða tilvistarspekilegra nálgana í heimspeki, sem margir heimspekingar og menningarvitar hafa velt mikið fyrir sér? Ég býst við að engin ein leið sé til að líta á það. Líkt og Michael Dummett hefur skrifað um í sögu sinni af rökgreiningarheimspeki - og að ég tel réttilega - spretta þessar nálganir sem þú minnist á af sömu hefðinni. Auðvitað er þetta ekki einungis það sem maður býst við, heldur einnig það sem maður vonast eftir í heimspeki; að fólk hafi ólíkar skoðanir á því hvernig eigi að nálgast í meginatriðum sömu vandamálin, vandamál sem hafa alltaf verið til staðar. Það eru að sjálfsögðu margar leiðir færar til að nálgast þessi ævarandi vanda- mál. Eitt sem kann að skilja á milli er áherslan, ef einhver er, sem lögð er á rök - tilraunin til þess að leggja grunn að einhverri afstöðu eða einhveijum hugsanagangi - eða að hve miklu leyti maður segir einfaldlega, á einn eða annan hátt, hvernig maður telur að hlutirnir 18
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar: 1. tölublað (01.06.2002)
https://timarit.is/issue/318259

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

1. tölublað (01.06.2002)

Gongd: