Búnaðarrit - 01.01.1917, Side 10
4
BÚNAÐARRIT
jörðum landsins, og þakkar eftirmaður hans, Ólafur stift-
amtmaður, það margra ára sérlegri hirðusemi Skúla1).
Ólafur stiftamtmaður efldi mjög æðarvarpið bæði á
Innra-Hólmi og í Viðey, en sáran kvartar hann undan
árásum landa sinna á æðarfuglinn. Farast honum svo orð
um æðarfugladrápið: „Sá vondi vani, að drepa æðarfugl
í netum snörum og með skotum, fer nú óðum í vöxt.
Eg veit ei meiri fásinnu en að vilja gera alt það, sem
upphugsað verður til eyðileggingar þeim saklausa æðar-
íugli, og hvað segi eg þeim saklausa, af öllum fuglum
þeim allra gagnsamasta, sem guð hefir gefið oss“2 3).
Þangað til á ofanverðri 18. öld var þó ekkert gert af
landsstjórnarinnar hálfu til frekari friðunar æðarfuglinum,
og voru Jónsbókarlögin ein látin duga, en þeim var æ
minni og minni gaumur gefinn. Æðarvörpum mun því
víðast hvar hafa hnignað fram til loka 18. aldarinnar;
segir Ólafur stiftamtmaður um þetta: „Æðarvarpið hefir
margan hér á landi auðgað á hinum fyrri tímum, og
sama mætti enn vera, væri hirðusemi brúkuð við rækt
þess og útgræðslu, í stað hins að varpið gengur nú víð-
ast mjög svo til þurðar, hvar til að eru ýmsar orsakir"8).
Sjálfsagt hefir hnignun æðarvarpsins ekki eingöngu
stafað af drápi æðarfuglsins, heldur og af öðru hirðuleysi
og ræktarleysi landsmanna við þennan atvinnuveg.
Eftir Skaftáreldana 1783 gengu hin mestu harðindi
(Móðuharðindin) yfir ísland. Yarð hinn mesti skepnufellir
og þar á eftir mannfellir; horfði næstum til landauðnar.
Það var þá, sem það var tekið í mál að flytja íslend-
inga suður á Jótlandsheiðar. Sem betur fór, varð þó ekki
af því. En þá tók danska stjórnin að bollaleggja ýmislegt
atvinnuvegum landsins til viðreisnar; áttu embættismenn-
irnir að gera tillögur til stjórnarinnar um þá viðreisn.
1) ltit þess íslenzka Lærdómslistafélags, 4. b., bls. 211.
2) Sömu rit, 4. b., bls. 209.
3) Sömu rit, 4. b., bls. 229.