Búnaðarrit - 01.01.1917, Page 11
BÚNAÐARRIT
5
Á meðal þessara umbótatilrauna var efling æðarvarpsins.
Með konungsúrskurði 19. apríl 17841) var rentukammer-
inu heimilað að veita verðlaun fyrir eflingu æðarvarps.
Samkvæmt þessu lagði Thódal stiftamtmaður það til í
samráði við Stefán amtmann Þórarinsson, að 2 ríkisdaia
verðlaun væru veitt fyrir hver 50 hreiður, er æðarvarp
væri aukið um, 4 rd. fyrir hver 100 og 6 rd. fyrir hver
150. En þeim bændum, sem kveiktu æðarvarp í hólm-
um og eyjum, þar sem ekkert varp áður var, skyidi
veitast tvöfalt hærri verðlaun, og þeir sem bygðu nýja
varphólma skyldu fá verðlaun fyrir enda minni hreiðra-
tölu (Konungsúrsk. 22. júní 17852).
Árin 1785—1794 urðu 8 menn aðnjótandi þessara
verðlauna, samkvæmt verðlaunaskýrslum, sem birtar eru
í Lærdómslistafélagsritunum. Þessir menn voru:
1785. Jón Jónsson í Hólmakoti í Mýrasýslu og Pétur
Arnsted á Höskuldsstöðum í Þingeyjarsýslu. Jón
hafði frá því um 1770 smásaman bygt hólma í
stöðuvatni við bæinn, 114 álnir að ummáli, um-
girt hann með jarðskansi, plöntuðum með smá-
hrísi og gerðum með smágöngum Ut æðarfuglin-
um til hæginda, deilt honum eins og kálgarði
með mjóum fótstígum og bUið fuglinum hreiður,
og loksins umgirt hvert hreiður með plöntuðu
hvanngresi. Af hólma þessum fékk hann árið 1783
4 fjórðunga af óhreinsuðum æðardUn. Hann fékk
10 rd. verðlaun. — Pétur Arnsted stækkaði hólma
í stöðuvatni í landareign sinni, þar sem æðarfugl varp,
og bætti þannig ábUðarjörð sína. Hann fékk 4 rd.
1787. Þorsteinn BenediJdsson á Laxamýri fékk 20 rd.
„fyrir þat hann hefir ásjálega Utgrætt æðarvarp
á sinni ábýlisjörð".
1) Lovsamling for Island, 5. B., bls. 46—48.
2) Sama rit, 5. B., bls. 284.