Búnaðarrit - 01.01.1917, Side 17
BÚNAÐAllRIT
11
að opinberri atvinnu. En því fór fjærri, að með þeim
tæki fyrir æðarfugladrápið. Ef til vill heflr fuglinn ekki
verið drepinn eins gegndarlaust af einstökum mönnum
ng áður, en þeim hefir vissulega stöðugt farið fjölgandi,
að minsta kosti í sumum bygðarlögum landsins, sem
blótað hafa á laun. Löggjafarvaldinu heflr því síðan hvað
eftir annað þótt nauðsyn bera til að herða á sektar-
ákvæðum friðunarlaganna. Þingið 1889 samþykti viðauka-
lög við veiðitilskipunina (Lög 22. marz 1890). Samkvæmt
lögum þessum eru sektirnar hækkaðar úr 1 krónu upp í
10 krónur fyrir hvern æðarfugl, sem drepinn er af ásettu
ráði, og alt að 100 krónum, ef brotið er ítrekað. Kaup
og sala á æðareggjum er bönnuð, að viðlagðri 10—100 kr.
sekt, og sömuleiðis er bannað að hirða eða hagnýta dauða
æðarfugla. Með eggjasölubanninu vildi þingið stemma
stigu fyrir óhæfilega mikilli og skaðlegri eggjatöku varp-
eigenda, og með hagnýtingarbanninu átti að koma í veg
fyrir veiði fuglsins í net, sem margir stunduðu undir þvi
yfirskyni, að fuglinn kæmi í netin án alls þeirra tilverk-
naðar, þótt þeir vitanlega egndu fyrir hann með niður-
burði í netin. Gerðu margir, einkum á Suðurnesjum, sér
þessa veiði að atvinnu, með því að selja hinn þannig
veidda fugl. Það er enginn efi á því, að þetta ákvæði
hefir mjög dregið úr netjaveiðinni, þótt margir ömuðust
við því og kölluðu það bæði ranglátt og gagnslaust.
Það sýndi sig brátt, að eggjasölubannið náði ekki til-
gangi sínum. Yarpeigendur létu eggin þúsundum saman
í burtu undir því yfirskyni, að þeir gæfu þau, þó þeir
tækju fult verð fyrir. Á þinginu 1913 var því samþykt
að banna allan burtflutning eggja af heimili varpeigend-
anna, undir hvaða nafni sem væri. Iiámark sektanna
fyrir æðarfugladráp var hækkað upp í 400 krónur, og
byssan auk þess gerð upptæk, ef fuglinn var skotinn
(Lög nr. 58, 10. nóvember 1913). Upp í lög þessi eru
tekin öll þau fyrirmæli eldri laga, er lúta að friðun æðar-
fuglsins og efling æðarvarpsræktarinnar, með ýmsum