Búnaðarrit - 01.01.1917, Síða 62
56
BÚNAÐARRIT
Eyjólfur er líka miklu nær skoðun Ólafs en Eggerts;
telur hann fuglinn verpa tvævetran; kveðst hann oft
hafa séð tvævetran blika með æðarkollu. Það er mjög
liklegt, að æðurin sé æxlunarfær á sama aldri og blik-
inn. Eg hefi að vísu sjaldan séð tvævetran blika með
æðarkollu, en vel má vera, að allur fjöldi blikans hafi á
þessum aldri fengið sinn fullnaðarlit, og þegar litið er á
varpaldur annara andfugla1), þá er þessi skoðun Eyjólfs
mjög sennileg. Meðan blikinn hefir ekki fengið hinn
skrautlega lit sinn, er nógu líklegt að hann geti ekki
gift sig, eða æðarkollunum lítist ekki eins vel á hann;
á hinn skrautlegi litur ýmsra karlfugla sjálfsagt ekki lít-
inn þátt i að gera þá girailegri í augum kvenfuglanna.
Augun vilja nokkuð hafa í tilhugalífi dýranna eins og
mannskepnanna.
IV. Nýverpi.
Sú trú mun lengi hafa verið býsna aimenn hér á landir
að um æðarvarp geti vart verið að ræða nema þar, sem
æðarfuglinn velur sér sjálfur aðsetur án allrar viðleitni
eða viðburða frá mannanna hálfu. Þessi trú mun um
langan aldur hafa valdið því, að ekkert var gert til að
hæna fuglinn að vissum stöðum til að koma þar á varpi,.
1) Ásgeir Guðmundsson, ráðsmaður í Æðey, mikill dýravinur
og athugull mjög um hætti fugla og dýra, lét fyrir nokkrum
árum hænu klekja út 3 stokkandareggjum; tókst honum að ala
upp ungana; átu þeir sama mat og hænan, en stopulir voru þeir
við landið, er þeim óx fiskur um hrygg, en stunduðu sjóinn því
betur. Tveir ungarnir voru endur og einn steggur. Fyrsta vetur-
inn komu þeir daglega í Jand, og þurfti Asgeir ekki annað en
kalla til þeirra, og komu þeir þá innan skamms, ef þeir voru í
kallfæri, og átu úr höndum lians. Annað vorið höfðu báðar end-
urnar gift sig viltum blikum; önnur þeirra fékk bónda sinn
ekki til að fylgja sér á land til Ásgeirs, en liinn hafði það meira
konuríki, að hann fylgdi konu sinni til Ásgeirs og át með henni
á landi. Báðar endurnar urpu, er þær voru tvævetrar, rétt við
bæinn; eu önnur þeirra dó frá eggjunum i vor sem leið (1916).