Búnaðarrit - 01.01.1917, Page 72
BÚNAÐARRIT
P6
sveitar. í báðum þessum félögum reyndust kýrnar illa
1913— 14, og liggja til þess þær orsakir, sem oft eru
nefndar liór að framan, hrakin hey og kalt vor.
A. 16. NautgriparœJctarfélag Leirár- og Melasveitar
er nokkuð gamalt félag, og þó sést ekki enn árangur af
starfi þess. 1914—’15 eru margar kýr á skýrslu, sem
fæddar eru 1912. Eftir aldrinum ættu þessar kýr að vera
að fyrsta kálfl, en svo er ekki eftir skýrslunum. Þær
hljóta því að hafa fengið slysafangi, og verða að teljast
með fullmjólkandi kúm. Þessar kýr lækka meðalnythæð
kúnna í félaginu um 93 kg., og minka fóðureyðsluna
um 70 töðueiningar.
A. 17. Nautgriparœldarfélag Hvítárvalla í Borgarfirði
starfaði að eins eitt ár. Það sýndi sig þá, að kýrnar á
félagssvæðinu eru lágmjólka, hafa meðalfeita mjólk og
borga fóðrið sitt illa — sumstaðar jafnvel afleitlega.
Því væri sízt vanþörf á, að félag þetta endurfæddist, og
að því mætti auðnast að bæta kúakynið nokkuð.
Á Suðurlandi eru félögin útbreiddust og þar starfa þau
með einna mestum blóma. Þó er mjög mörgu ábótavant
enn, og vil eg þar sérstaklega nefna nautaliáldið. Á þessu
ári verður reynt að rannsaka gæði allra kvígna og kúa,
sem aldar hafa verið upp í félögunum, til að finna hvaða
naut hafl reynst bezt til undaneldis, og skulum við þá
vona, að þau beztu, sem enn lifa, fái að verða eldri en
1—2 ára.
Þá mætti lika nefna skýrsluhaldið, en um það verður
eftirlitsmönnunum ritað sérstaklega, og þarf því ekki að
ræða um það hér.
II. Félögin í Norðlendingafjórðungi.
A. 18. KiiaJcynbótafélagið „Bíibót“ í H'ófðaJiverfi, er
gamalt félag. Kýrnar í því eru JiámjólJca, feitilágar og
þurftarmiJclar. Geldstöðutíminn er hér lægstur, að eins