Búnaðarrit - 01.01.1917, Page 76
70
BÚNAÐARRIT
6. Dálkur, er sýnir meðal-feitimagn. Það er fundið
með því að margfalda saman nythæð hverrar einstakrar
kýr og feitimagn, leggja pródúktin saman og deila í þá
upphæð með mjólkurmagni allra kúnna.
7. Dálkur, er sýnir smjörþunga úr meðal-kýrnyt í
fjórðungi hverjum. Hann er reiknaður út eftir töflum
J. Johansen og H. P. Larsen, en þær eru reiknaðar eftir
formúlunni: Kilðgram * (°;° fciti ^ °’15)~
8. Dálkur, er sýnir verð afurðanna, er fást úr meðal-
kýrnyt. Smjörkílógramið er þá virt á kr. 1,60, en mjólkin
á kr. 0,03.
9. Dálkur, er sýnir töðumagnið, er meðalkýrin hefir
etið; er það hér enn reiknað og fundið með réttri aðferð
(sbr. áður undir 5.).
10. Dálkur, er sýnir útheysmagnið, er meðalkýrin
hefir etið.
11. Dálkur, er sýnir hve mikill fóðurbætir meðaikúnni
hefir verið gefinn. Hann er margskonar, svo sem maís,
rúgmjöl, bein, lýsi o. fi. Allar þessar fóðurtegundir eru
umreiknaðar, svo að í þessum dálk sést á töflu B. sá
þungi fóðurbætis, er meðalkýrin mundi hafa fengið, hefði
henni verið gefið tómt rúgmjöl. Þetta er gert til að spara
dálka, og við þennan útreikning er fylgt þeim reglum,
sem talað er um í grein minni „Póðureiningar" í 1. hefti
Búnaðarritsins 1915. Svipað hefi eg líka gert í hinum
einstöku félögum; þó hefi eg sumstaðar, þar sem að eins
er að ræða um eina tegund fóðurbætis, getið þess (t. d.
í Reykdæla-félaginu).
12. Dálkur, er sýnir þann votheysþunga, er kúnni er
gefinn. Þetta er þó einungis sýnt síðasta árið, enda er
vothey lítið sem ekki notað fyrri. Enn eru það mest
einstakir bæir, sem vothey er notað á, svo sem Bær á
Rauðasandi, Skeiðflötur, Reynir og fleiri bæir í Mýrdal,
Hjarðardalur í Önundarflrði og fáir aðrir.
13. Fóðrið lagt í „töðueiningar". Töðuna hefi eg aitaf
orðið að leggja eins í einingar, því efnagreining hennar