Búnaðarrit - 01.01.1917, Page 109
BÚNAÐARRIT
103
ærnar hefðu yfirleitt heldur lítið fóður, eins þær sem
höfðu eingöngu heygjöf. Jók eg því heygjöfina, svo að
heygjafaærnar fengu 20, S af heyi og hinir flokkarnir í
hlutfalli við það. Matgjöfina jók eg lika í sama hlutfalli.
Hélt eg þessu fram til 31. jan.; þá virtust mér heygjafa-
ærnar bezt fóðraðar, að minsta kosti var þyngdin bezt.
Jók eg þá síldarmjölið, svo að 1 ÍB kom á móti 5 ÍB af
heyi, en 14. febr. jók eg olíukökugjöfina, svo að 1 ®
kom á móti 5 af heyi. Þessu gjafalagi var svo haldið
áfram þar til 7. marz.
7. marz jók eg heygjöfina svo, að heygjafaærnar fengu
24 ÍB af heyi og hinir flokkarnir hlutfallslega af heyi og
matfóðri. Gerði eg þetta af því mér þótti ærnar yfirleitt
ekki eins vel fóðraðar og eg vildi, og svo var kominn
lambþungi í ærnar, og þær þurftu meira fóður þess vegna.
Samt dró eg lýsi af lýsis-ánum, svo að 1 ÍB af lýsi
kom á móti hverjum 15 ÍB af heyi. Gerði eg þetta vegna
þess, að óvenju mikið bar á slekju hjá lýsis-ánum, og
gat eg ekki annað en kent því um, að þær hefðu of mikið
af þvi1). Aftur á móti breytti eg ekki til með lýsisgjöfina
hjá síldarmjöls-ánum, og hefir hún vaxið í sama hlut-
falli og heyið, og er orðin 0,40 á dag. J?essu gjafalagi
hélt eg svo fram úr.
Eftir þetta fór eg að beita ánum, þó eg dragi lítið af
fyrst framan af, og virtust mér þær fara vel með sig,
einkum II., III. og IV. flokks ærnar; heygjafaærnar virt-
ist mér ekki fara eins vel með sig þá, en lýsis-ærnar þó sízt.
Viðvíkjandi heilsufari og útliti ánna vil eg taka fram,
að eins og sést á skýrslunni um tölu veikindadaga, þá
hafa II.., III. og IV. flokks ærnar færri veikindadaga en
hinir flokkarnir. Mór virtist líka, eftir ullarfari og svip
að dæina, þær hljóta að hafa haft betri heilsu en hinir
flokkarnir; ullin fór vel á þeim og var lifleg, þær fíldust
snemma, sórstaldega síldarmjöls-ærnar. Þær átu heyið
1) Eg vil taka það fram, að þótt lýsis-ærnar hafi ekki fiesta
veikindadaga, þá virtist mér þó einua mest bera á slekju hjá þeim.