Búnaðarrit - 01.01.1917, Side 113
BTÍNAÐARRIT
107
þumlungi ullarlengdarinnar. Á meðalull og annari fínni
ull eru þessar bugður 10—18, en á grófri ull eru þær
3— 5 á þuml. Lengd ullarinnar af Merinó-ténu er 1—4
þuml. Á öðrum fínulluðum fjárkynjum er ullarlengdin
4— 8 þuml., en á grófulluðum og langulluðum fjárkyn-
jum er hún 8—15 þuml. Pinleiki ullarinnar er svo mis-
jafn, að það nemur tugum þúsunda, hversu fleiri eru
uilarhár á hverjum □ þuml. á sumu fé heldur en öðru.
Góð meðalþyngd á ársreyfi af fullorðnum Merinó-hrút
eru 9 kg., en þyngstu reyfi af hrútum eru 19 kg. Góð
meðalreyfi af ám af sama kyni eru 7 kg., en til er það,
að ungar ær skila 14 kg. í Ástralíu, þar sem þetta fé
er nú eins mikið notað til kjöts sem ullar, er uilin
af heilum hjörðum til jafnaðar af kindinni 31/2—4 kg.
Verð á Merinó-u\\ er hærra en á nokkurri annari ull,
en er þó auðvitað misjafnt eftir gæðum og eftirspurn.
Rétt fyrir ófriðinn er verðið talið hafa verið kr. 1,25
fyrir kílógrammið af óþveginni Merinó-ull, sem send var
frá Ástralíu til Bretlands. En verð þessarar ullar er hærra
í Evrópu, þar sem þetta fé er aðallega ræktað vegna
ullarinnar. En í Ástralíu hefir lítill markaður verið fyrir
ullina innan álfunnar, og auk þess mjög kostnaðarlitið
viðhald á fénu og ullin því ódýr þar.
Þess skal getið í sambandi við það, sem hér er vikið
að, að Merinó-féð er hið elzta ræktaða fjárkyn, sem nú
er til. Til Spánar var það flutt nálægt þeim tíma, er
Kristur fæddist.
Var það lengi vel og er enn á sumum stöðum aðal-
lega ræktað vegna ullarinnar. í Ástralíu er það nú orðið
notað eða valið til holda. Þar tíðkast það nú mjög, að
leiða saman ær af Merinó-kyni og Leicester-hrúta, til
að fá væna dilka til slátrunar.
Hér hefi eg farið ofurlítinn útúrdúr frá að tala um
ullargæðin, en nú skal hverfa þar að aítur.
Eins og vikið hefir verið að, þá er ullin misjafnlega
góð á fjárkynjunum, en auk þess eru ullargæðin meira