Búnaðarrit - 01.01.1917, Page 119
BÚNAÐARRIT
113
að kindin sé óþolin og lingerð. Þá er ullin gisin og lé-
leg, en oft fín.
Það eru til harðgerð útigangsfjárkyn, sem eru mjög
fínulluð, t. d. hjaltlenzka féð, og Merinó-féð hefir þykt
skinn.
Eins og fóðrið hefir áhrif á ullargæðin, hefir það ekki
síður áhrif á ullarmagnið, því að af vel fóðruðu fé er
ullin miklu meiri. Það er því eitt, sem mestu skiftir til
þess að fá góða og mikla ull, að fóðra féð ávalt vel.
Þá er mjög mikils virði að byrja á því, að fóðra gem-
linga svo vel, að á þá komi góður fildingur — sem þarf
að vera íarinn að sjást á þeim í góulok — því að þá
fildast þær kindur ávalt betur eftir það. En séu gem-
lingar svo linfóðraðir, að þeir iosni úr ullinni, hættir
þeim kindum miklu frekar til að losna úr ullinni aftur.
Þá hafa húsakynnin mikil áhrif á það, hvernig ullin
verður. Ef fjárhúsin eru dimm, verður minni ullarvöxtur
á fénu. Birtan hefir heilnæm áhrif á skinnið og örvar
ullarvöxtinn. Ef menn t. d. hefðu kindur í dimmum
húsum, en létu þær út við og við í sólskin, og enda
iþótt ekki væri sólskin, mundi uliin vaxa meira. Menn
hafa tekið eftir því, að ull rýrnar einna fyrst á hrútum,
og mun það aðallega stafa af því, að þeir hafa meiri
inniveru en aðrar kindur, og að hús þeirra eru oft dimm.
Bleyta í húsum hefir og spillandi áhrif á ullina. A.lt
það af henni, sem verður blakt vegna bleytunnar, missir
bæði blæ og styrkleik og verður því verri ull. Yanalega
þvæst sú ull illa og verður því ávalt verðminni. Það
eru í áburðinum efni, sem valda þessu. Mylsna í húsum
spillir í rauninni ekki ullinni, en það er oftast, að þegar
hús mylsna mjög, þá er féð í aflagningu, og þá þornar
sauðfitan úr ullinni, svo að hún losnar sundur og
skemmist því frekar á kindinni í vondum veðrum. —
Þrengsli í húsum valda því, að ullin losnar meira af
íénu og verður bældari og þófnari. Moldarveggir í hús-
um geta^valdið mori og blekkju i ullinni. En mor, sem
8