Búnaðarrit - 01.01.1917, Side 127
BÚNAÐARRIT
121
III. flohkur:
IV. flohkur:
V. flohhur:
VI. flohhur:
VII. flohhur:
VIII. flohhur:
Öll hvít vorull, sem er illa þvegin,
sandmikil, og í hörðum flókum, en
vel þur.
Öll vel svört vorull, sem er greið, vel
þvegin og vel þur.
Öll mislit vorull, þar með talin grásvört
ull og grá, og svört ull, sem ekki getur
talist til fjórða flokks, vel þur.
Hvít haustuli, vel þvegin og vel þur.
Hvít haustull, óþvegin en vel þur, og í
henni séu ekki skinnsneplar eða bióðug ull.
Mislit haust.u]] óþvegin, en vel þur og laus
við blóðuga ull.
Um merkinguna var ekki farið fram á neina breytingu
í uppkastinu.
Næst skal þá farið nokkrum orðum um flokkana.
Um fyrsta flokkinn er lítið að segja. Þar er látið hið
bezta af ullinni, og það á að vera takmarkið, að sem
mest af ullinni komist í þann flokk. Næst það vonandi
smátt og smátt með vandaðri verkun ullar og með því
að fóðra vel og velja féð litgott og ullargott.
Annan flokk á að mega minka með þvi að útrýma
ullargulu fé; blekkja i ull stafar og stundum af óþvotti,
enda þótt ekki virðist mikil óhreinka í henni, og stund-
um stafar blekkjan af vondu baðlyfi og blautum húsum.
Þetta ætti að mega lagfæra. Aftur er erfiðara að fást við
að þvo allan sand úr ullinni og allan leirlit og mor.
Morið, sem oftast er mosi eða smástrá, næst helzt ekki
úr með þvotti. Erlendis er morið hreinsað úr á þann
hátt, að ullin er látin í sýrur, sem eyða morinu, en við
það styttist i ullinni, og verður hún þá verðminni.
í þriðja flokki ætti ekki að þurfa að lenda nema lítið
af ullinni. Menn eiga allir að geta hreinsað svo vel sand
og önnur óhreinindi úr henni, að hún verði tæk í annan-
hvorn hinna flokkanna. Verst er að eiga við sandflókana;