Búnaðarrit - 01.01.1917, Side 147
BÚNAÐARRIT
141
III. Jarðabótamenn.
Hér að framan hefir verið minst á jarðræktina í Stranda-
sýslu svona alment. .Til viðbótar því skal hér getið nokk-
urra jarðabótamanna, en rúmleysis vegna verður þar
íljótt yfir sögu farið, og að eins nefndir nokkrir þeirra.
í Hrútafirðinum eða í Bæjarhreppi eru ýmsir bændur,
sem gert bafa mikið, bæði að jarðabótum og öðrum
framkvæmdum, húsagerð, vatnsveitu í bæi o. s. frv.
Grænumýrartunga er næst innsti eða syðsti bærinn í
Bæjarhreppi. Þar hefir búið til skamms tima Þórður
Sigurðgson. Kotið var í niðurniðslu, er hann tók það,
og túnið afar-ilt, bæði blautlent og giýtt. En þau 18 eða
19 ár, sem hann bjó þar, bætti hann það mikið. Hann
bygði upp bæinn og öll peningshús og gerði hlöður við
þau. Túnið girti hann, græddi það út og sléttaði mikið
í því. Eru sléttur hans um 2 hektarar alls. Þegar hann
kom þangað, fékk hann 30 hesta af túninu, en sumarið
1913 fengust af því 100 hestar. Hann var alla tíð leigu-
liði, einyrki framan af, og átti fyrir mörgum börnum að
sjá. Auk þess var hann í þjóðbraut. Vegurinn niður af
Holtavörðuheiði liggur þarna við túnið. Bar þar því
margan gest að garði, og suma illa til reika, einkum
að vetrinum. Kom það stundum fyrir, áður en Hrúta-
fjarðará var brúuð, að sunnanpósturinn varð að setjast
>t»ar að — komst ekki yfir ána — með fjölda hesta og
margt samfeiðafólk. En þótt húsakynnin væru lítil og
lágreist, og ekki ætið allsnægtir í búi, voru samt allir
velkomnir þangað, og veittur beini eftir föngum, og það
oft án endurgjalds.
í Bæ hafa verið gerðar stórmiklar jarðabætur og'húsa-
bætur. Þeir sem þar „gerðu garðinn frægan" á sinni
tíð, og lengi býr að, voru Sigurður sýslumaður Sverris-
son, er bjö þar ein 36 ár, frá 1863—1899, og Guðmundur
Bárðarson. Sonur Guðmundar, Guðmundur G.Bárðaison,
er nú tekinn við föðurleifð sinni. Bjó hann áður í 9 ár