Búnaðarrit - 01.01.1917, Page 148
142
BUNAÐARRIT
á Kjörseyri og gerði þar miklar jarðabætur. Sléttaði
nálægt 2 hektara í túninu og gerði 1500 metra langa
girðingu um það. Á sama tíma, eða því sem næstf
kostaði hann sér til heilsubótar og konu sinni um
4000 kr. Jörðina seldi hann í vor er leið, með Kvíslar-
seli, á 11000 kr., en flutti sjálfur að Bæ, svo sem
getið var.
Á Koilá er góður búskapur. Þar býr Tómas Jónsson.
Árið 1913 vann hann að jarðabótum 180 dagsverk..
Hann hefir gert girðingu um tún og engjar, sem er um
eða yflr 2000 metra löng. Túnið heíir hann aukið og
sléttað mikið í því. Öll umgengni þar ber sérstakan
vott um hirðusemi og reglu.
Ekki má gleyma að nefna Ouðjón Jónsson á Ljótunnar-
stöðum. Hann er fátækur maður, einyrki og leiguliði,
en hefir gert mikið jörðinni til góða, og alt er það ein-
staklega vel af hendi leyst. Hann hefir búið þarna í 15
eða 16 ár, byrjaði með tvær hendur tómar, og átti við
ýmsa erfiðleika að striða. Túnið hefir hann girt og sléttað
mikið í því. Áður var það einn kargi, illa þýft og afar-
grýtt. Einnig hefir hann gert hlöðu, og bæinn bygði hann
í vor. Jarðabætur hans, fram að árinu 1912, eru um
700 dagsverk.
JRagíiel Ólafsson í Guðlaugsvík er kunnur maður.
Hann byrjaði búskap þar 1892, og var þá jörðin í engu
áliti, og ekkert gert henni til bóta. Fékk hann þá 60
hesta af túninu, en árið 1913 fengust af því 300 hestar.
Mestur hluti þess er útgrætt, og það á mel, er áður var
ber og nakinn. Hefir það kostað mikla erfiðismuni að
koma rækt í þetta land. Ragúel er, eins og flestir Stranda-
menn eru, höfðingi heim að sækja, og hjálpfýsi hans og
greiðasemi er við brugðið* 1).
Skálholtsvík er næsti bær við Guðlaugsvík, og hefir
sú jörð verið afar-mikið bætt. Það gerði Jón Þórðarson,
1) Um framkvæmdir Ragúels er nánar getið en hér er gert
i „Frey“ IX. árg. 1912 (bls. 9), og vísast hér til þess.