Búnaðarrit - 01.01.1917, Side 157
BÚNAÐARRIT
151
1 sýslunni, þar sem fært er frá, og eins áður, meðan
fráfærur voru almennar. Þeir sem færa frá í Árneshreppi
stía að vorinu.
Y. Niðurlag.
Hér hefir nú að nokkru verið skýrt frá búnaðarástand-
inu í Strandasýslu. En mörgu er slept, sem ástæða hefði
verið til að minnast á.
Aðalkostir sýslunnar eru góð og víðlend sauðlönd og
hlunnindi. Þar eru einar 33—35 jarðir, er njóta hlunn-
inda að meira eða minna leyti. Hlunnindin eru dúntekja,
selveiði, reki o. s. frv. Hrognkelsaveiði er þar allvíða í
ílestum árum, og fjörubeit góð. Arið 1914 er talið, að
dúntekjan í sýslunni hafi numið 338 kg., og mun það
sízt oftalið. Trjáreki er víða töluverður, einkum í Árnes-
hreppi, en var þó enn meiri áður fyr.
Kaapfélög eru þar 3. Þeirra stærst er Kaupfélag
SLeingrímsfjarðar. Það hefir söludeild á Hólmavík. AnnaÖ
félagið er og hefir verið í Bæjarhreppi, og hið þríðja í
Árneshreppi, og hefir það bækistöð sína á Norðurfirði.
Árneshrepps eða Norðurfjarðar félagið byrjaði fyrst sem
pöntunarfólag árið 1903. Svo jókst verzlunin smám saman,
og árið 1914 er félagið gert að kaupfélagi með fastri
verzlun eða söludeild á Norðurfirði.
Guðmundur Pótursson í Ófeigsfirði hefir fram að þessu
veitt íélagsskapnum og verzluninni forstöðu. Það er einnig
hann, er mest og bezt hefir frá öndverðu stutt og eflt
þessi verzlunarsamtök og borið þau á herðum sér. Eiga
Arneshreppsbúar honum þar mikið að þakka. Áður var
verzlunin erfið og óhagstæð. Þá sóttu margir í kaup-
stað til Skagastrandar, þvert yfir Húnaflóa, 10—12
stunda róður í logni. Er það löng leið og ekki hættulaus
fyrir opin skip, ef ilt var í sjóinn, eða ef veður breytt-
ist snögglega. Yerzlun í Kúvíkum þótti víst aldrei
hagfeld.