Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 36

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Side 36
ingalista, gáfu skýringar á niðurstöðum þegar þess var þörf og voru til stuðnings og ráðgjafar í gegnum allt ferlið. Voru fundir haldnir með stuðningshópnum að jafnaði mánaðarlega. Með þessu var stefnt að því að styrkja innra réttmæti rannsóknarinnar og að rannsóknin hefði menntunarlegt gildi fyrir þessa nema. Spurningalisti var lagður fyrir þátttakendur rannsóknarinnar í lok nóvember 2003. Spurningarnar tengdust annars vegar hugtakalíkaninu á mynd 1 (að gera, að þekkja/vita, að vera, að ígrunda) og hins vegar erfiðum viðfangsefnum kennara, samkvæmt skilgreiningum sömu kennaranema þegar þeir voru á fyrsta námsári. Vorið 2004 var auglýst eftir nokkrum nemum úr þessum hópi til að skrifa frásögn af námsferlinu með áherslu á breytingar á hæfni og viðhorfum. Sjö einstaklingar luku því verkefni. Þau gögn sem hér er stuðst við eru: • Spurningar úr spurningalista sem 72 nemendur (þeir sem voru viðstaddir þegar listinn var lagður fyrir hópinn) svöruðu í nóvember 2003 en þá voru þeir á síðasta námsári. Spurningarnar skiptust í þrjá meginflokka: 1. Spurningar um stuðning við fjórar hliðar starfshæfninnar sem sjá má á hugtakalíkaninu á mynd 1. Bæði er spurt um stuðning við hverja hlið (sjá nánar töflu 1 í niðurstöðukafla) og um það hver áherslan hefði átt að vera. 2. Þrjár spurningar sem tengjast „erfiðum viðfangsefnum kennara“, þ.e. viðfangsefnum sem þátttakendur rannsóknarinnar töldu vera mjög erfið þegar þeir voru á fyrsta ári. a) Hefur trú þín á eigin getu til að ráða við viðfangsefnið aukist í náminu í KHÍ? b) Hefur þú öðlast faglega þekkingu sem styrkir þig á þessu sviði í námi þínu í KHÍ? c) Hefur þú kynnst hagnýtum aðferðum sem nota má til að takast á við viðfangsefnið? 3. Spurningar um stuðning við að ná tökum á „erfiðum viðfangsefnum kennara.“ Þátttakendur merktu við fjögur atriði (mest) af tólf, sem valin höfðu verið í samráði við samstarfshóp. Spurt var um hvað helst hefði stutt við aukna hæfni. • Frásögn sjö nemenda af námsferlinu í maí 2004 þegar þeir voru að ljúka náminu þar sem athyglin beinist að vendipunktum á ferlinu. Við greiningu á gögnum er leitað svara við spurningum um eðli breytinganna og áhrif á þær. Í úrvinnslu spurninganna um stuðning við fjórar hliðar starfshæfninnar (sjá lið 1) var kannað hve mörg prósent gáfu einkunnirnar 1 (ekki vel), 2 og 3 (mjög vel) fyrir stuðn- ing og hve mörg prósent telja að áherslan hefði átt að vera minni, álíka eða meiri. Stuðningur við erfið viðfangsefni var skoðaður á tvo vegu. Annars vegar var könnuð fylgni spurninga 2b og 2c við spurningu 2a hér að framan (svarmöguleikar voru í öllum tilvikum þrír, þ.e. já, lítið og nei). Hins vegar var kannað hvað það var sem helst studdi þátttakendur í að ná tökum á hverju viðfangsefni. Atriðin sem nem- arnir gátu valið um voru: Einstök námskeið í kjarna eða á kjörsviði, einstök valnám- skeið, samskipti við kennara KHÍ, verkefnavinna sem tengist námskeiðum, eigið framtak við að afla upplýsinga, samskipti við viðtökukennara í vettvangsnámi, eigin H V E R N I G S T Y Ð U R K E N N A R A H Á S K Ó L I Í S L A N D S V I Ð S T A R F S H Æ F N I K E N N A R A N E M A ? 36
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.