Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 76

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Qupperneq 76
(Palmberg, 2000; Sherwood, 1999). Mai Palmberg (2000) hefur bent á í rannsókn sinni á ímyndum Afríku í sænskum skólabókum að þar megi finna sambland af gömlum og nýjum fordómum. Eldri fordómar séu til dæmis þeir að álfan eigi ekki sögu fyrir komu Evrópubúa en dæmi um nýja fordóma er þegar þróunarhjálp Vesturlandabúa er dregin upp sem bjargvættur fólks í Afríku. Luis Ajagán-Lester (1999) sem einnig hefur fjallað um Afríku í sænskum skólabókum, bendir jafnframt á að iðulega er saga Afríku látin hefjast við nýlendutímann og myndir bókanna tengja dökkan litarhátt við vanþróun og eymd. AÐALNÁMSKRÁ GRUNNSKÓLA Í Aðalnámskrá grunnskólanna eru sett fram sameiginleg markmið náms fyrir alla grunnskóla landsins. Hún er gefin út af menntamálaráðuneytinu og útfærir nánar ákvæði laga um nám og setur meginstefnu hvað varðar skólamál. Í kynningarriti sem fylgdi aðalnámskránni árið 1999 og nú er í gildi, lagði menntamálaráðherra áherslu á að henni yrði fylgt eftir með útgáfu námsefnis og auknum fjárframlögum til endur- menntunar og grunnmenntunar kennara (sjá umfjöllun Börkur Vígþórsson, 2003). Eyrún María Rúnarsdóttir og Sigrún Aðalbjarnardóttir (1996) benda á náið samband aðalnámskrár og námsefnis með orðunum að námsefnisgerð sé í raun hluti af námskrá m.a. vegna þess að hún þjónar markmiðum hennar og hrindir henni í fram- kvæmd. Í aðalnámskrá grunnskólanna frá 1999, kemur skýrt fram að kennari geti sjálfur valið námsgögn auk þess sem áhersla er lögð á margvíslega miðla, svo sem myndefni, hljóðefni og efni af netinu. Í henni segir ennfremur: „Kennarar bera fag- lega ábyrgð á að velja heppilegustu og árangursríkustu leiðirnar til að ná markmið- um aðalnámskrár og skólanámskrár“ (Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 31). Einnig kemur fram í nánari útlistun á námsgögnum: „Sem dæmi um námsgögn má nefna prentað efni, s.s. námsbækur, handbækur og leiðbeiningarrit af ýmsu tagi, myndefni ýmiss konar, s.s. ljósmyndir, kvikmyndir, myndbönd, veggspjöld, hljóðefni eins og hljómbönd og hljómdiska, tölvuforrit, efni á netinu, margmiðlunarefni, efni til verk- legrar kennslu o.fl.“ (Menntamálaráðuneytið, 1999a, bls. 33). Þrátt fyrir áherslu aðalnámskrár á margvísleg námsgögn virðast námsbækur vera einn mikilvægasti hluti grunnskólakennslu, eins og sjá má á áherslu menntamálaráð- herra á útgáfu námsefnis sem leið til að fylgja markmiðum aðalnámskrár. Í rannsókn Ingvars Sigurgeirssonar (1994) á notkun námsefnis meðal 10–12 ára grunnskólabarna komst hann að þeirri niðurstöðu að 60,9% kennslutímans er námsefni í notkun, en þetta hlutfall er þó nokkuð mismunandi eftir skólum og námsgreinum. Í rannsókn Braga Guðmundssonar og Gunnars Karlssonar (1999) á söguvitund íslenskra ung- menna kemur einnig fram að í sögukennslu grunnskólabarna er námsbókin þunga- miðja þess sem gerist í kennslustundum. Einnig bendir Börkur Vígþórsson (2003) á í umfjöllun sinni um Aðalnámskrá grunnskóla frá 1999 að útgáfa námsefnis fyrir grunnskóla á Íslandi sé næstum öll í höndum Námgagnastofnunar sem þýðir að hér er um öflugt tæki til miðstýringar að ræða. Þó má undirstrika eins og ég minntist á hér fyrr, að nemendur eru ekki óvirk móttökutæki og kennarinn sjálfur túlkar að sjálfsögðu texta bókanna eftir eigin hugmyndum. M E N N T A Ð A R O G V I L L T A R Þ J Ó Ð I R : 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.