Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 79
erfitt að fá heildaryfirlit námsbóka og töluverður tími fór í upphafi í að finna efni og
grunnupplýsingar um bækurnar, eins og útgáfuár. Þær bækur sem skoðaðar voru eru
því augljóslega ekki allar námsbækur sem hafa verið gefnar út fyrir grunnskóla á
Íslandi í fyrrnefndum fögum, þó ætla megi að úrtakið sé nægilegt til að rannsóknin
endurspegli meginþræði í kennslubókunum.
Tvo grunnþætti þarf að hafa í huga varðandi gögnin áður en lengra er haldið. Í
fyrsta lagi hvaða bækur voru flokkaðar sem námsbækur í rannsókninni? Lögð var
áhersla á bækur sem sérstaklega voru titlaðar sem kennslubækur eða aðgreindar á
einhvern hátt sem slíkar. Nokkrar bókanna sem teknar voru fyrir eru á milli þess að
vera skrifaðar sem upplýsingarit og kennslubækur en langstærstur hluti bókanna er
augljóslega ætlaður til kennslu.
Einnig má setja spurningamerki við flokkun bókanna í þessa fjóra hópa: kristin-
fræði, landafræði, sögu og samfélagsfræði. Í dag er talað um þrjár síðarnefndu grein-
arnar sem samfélagsfræðigreinar og í gegnum tíðina hafa afmarkanir þessara sviða í
aðalnámskrá verið breytilegar að einhverju marki. Í Aðalnámskrá sem gefin var út
1960 felur listi yfir námsgreinar meðal annars í sér átthagafræði, kristinfræði, sögu og
félagsfræði, landafræði og náttúrufræði (Menntamálaráðuneytið, 1960). Í Aðal-
námskránni frá árinu 1976 er hins vegar talað um samfélagsfræði og kristinfræði
(Menntamálaráðuneytið, 1976) en í Aðalnámskrá sem gefin var út árið eftir (sem
virðist vera hluti af sömu aðalnámskrá) er útskýrt að samfélagsfræði sem sérstök
námsgrein sé „enn á undirbúnings- og tilraunarstigi“ (Menntamálaráðuneytið, 1977,
bls. 5). Jafnframt kemur fram að heitið samfélagsfræði nái yfir áttahagafræði, Íslands-
sögu, mannkynssögu, landafræði og félagsfræði. Sérstaklega er tekið fram að félags-
vísindi séu færð inn í skólann sem hluti af samfélagsfræði (bls. 7). Í Aðalnámskrá frá
1989 er hins vegar talað um samfélagsfræði og samfélagsfræðigreinar en síðastnefnda
hugtakið vísar í: „þær námsgreinar sem fjalla, hver á sinn hátt, um mannleg samfé-
lög og menningu. Saga og landafræði hafa skipað þar öndvegi en félagsfræði og
aðrar félagsvísindagreinar, s.s. mannfræði og félagssálfræði, leggja einnig sitt af
mörkum“ (Menntamálaráðuneytið, 1989 bls. 115). Í Aðalnámskrá frá 1999 segir: „á
yngsta stigi hefur löngum tíðkast að flétta nokkrum námsgreinum saman í aðal-
námskrá, einkum sögu, landafræði, ýmsum félagsgreinum og jafnvel náttúrufræði og
íslensku að hluta til. Í þessari Aðalnámskrá eru markmið einstakra námsgreina sett
fram með sjálfstæðari hætti en skólunum ætlað stærra hlutverk við að tengja og sam-
þætta greinar eftir því sem talið er henta“ (Menntamálaráðuneytið, 1999b, bls. 5).
Benda má á að aðalnámskrárnar virðast ganga út frá skiptingu í svipaðar fræðigrein-
ar og gengið er út frá í rannsókninni, þrátt fyrir að lögð sé áhersla á samþættingu
greina í raunverulegri kennslu þeirra. Námsbækurnar sjálfar, burtséð frá þeim
ramma sem þeim er gefinn í aðalnámskránni, eru þó í flestum tilfellum aðgreindar
með titli eða texta í inngangi sem námsbók í því ákveðna fagi sem flokkun mín
byggði á. Þannig bera 28 af þeim 35 bókum sem voru flokkaðar sem landafræði,
heitið „landafræði“ eða hafa orðasambandið „kennslubók í landafræði“ í titlinum.
Eins og áður segir var ákveðið að gera ekki upp á milli bókanna eftir aldri. Sú
áhersla felur í sér bæði kosti og galla. Nokkuð erfitt er að staðhæfa um hvaða bækur
eru raunverulega í notkun. Mikil fjölbreytni virðist einkenna námsefnisnotkun þar
K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R
79