Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 79

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Blaðsíða 79
erfitt að fá heildaryfirlit námsbóka og töluverður tími fór í upphafi í að finna efni og grunnupplýsingar um bækurnar, eins og útgáfuár. Þær bækur sem skoðaðar voru eru því augljóslega ekki allar námsbækur sem hafa verið gefnar út fyrir grunnskóla á Íslandi í fyrrnefndum fögum, þó ætla megi að úrtakið sé nægilegt til að rannsóknin endurspegli meginþræði í kennslubókunum. Tvo grunnþætti þarf að hafa í huga varðandi gögnin áður en lengra er haldið. Í fyrsta lagi hvaða bækur voru flokkaðar sem námsbækur í rannsókninni? Lögð var áhersla á bækur sem sérstaklega voru titlaðar sem kennslubækur eða aðgreindar á einhvern hátt sem slíkar. Nokkrar bókanna sem teknar voru fyrir eru á milli þess að vera skrifaðar sem upplýsingarit og kennslubækur en langstærstur hluti bókanna er augljóslega ætlaður til kennslu. Einnig má setja spurningamerki við flokkun bókanna í þessa fjóra hópa: kristin- fræði, landafræði, sögu og samfélagsfræði. Í dag er talað um þrjár síðarnefndu grein- arnar sem samfélagsfræðigreinar og í gegnum tíðina hafa afmarkanir þessara sviða í aðalnámskrá verið breytilegar að einhverju marki. Í Aðalnámskrá sem gefin var út 1960 felur listi yfir námsgreinar meðal annars í sér átthagafræði, kristinfræði, sögu og félagsfræði, landafræði og náttúrufræði (Menntamálaráðuneytið, 1960). Í Aðal- námskránni frá árinu 1976 er hins vegar talað um samfélagsfræði og kristinfræði (Menntamálaráðuneytið, 1976) en í Aðalnámskrá sem gefin var út árið eftir (sem virðist vera hluti af sömu aðalnámskrá) er útskýrt að samfélagsfræði sem sérstök námsgrein sé „enn á undirbúnings- og tilraunarstigi“ (Menntamálaráðuneytið, 1977, bls. 5). Jafnframt kemur fram að heitið samfélagsfræði nái yfir áttahagafræði, Íslands- sögu, mannkynssögu, landafræði og félagsfræði. Sérstaklega er tekið fram að félags- vísindi séu færð inn í skólann sem hluti af samfélagsfræði (bls. 7). Í Aðalnámskrá frá 1989 er hins vegar talað um samfélagsfræði og samfélagsfræðigreinar en síðastnefnda hugtakið vísar í: „þær námsgreinar sem fjalla, hver á sinn hátt, um mannleg samfé- lög og menningu. Saga og landafræði hafa skipað þar öndvegi en félagsfræði og aðrar félagsvísindagreinar, s.s. mannfræði og félagssálfræði, leggja einnig sitt af mörkum“ (Menntamálaráðuneytið, 1989 bls. 115). Í Aðalnámskrá frá 1999 segir: „á yngsta stigi hefur löngum tíðkast að flétta nokkrum námsgreinum saman í aðal- námskrá, einkum sögu, landafræði, ýmsum félagsgreinum og jafnvel náttúrufræði og íslensku að hluta til. Í þessari Aðalnámskrá eru markmið einstakra námsgreina sett fram með sjálfstæðari hætti en skólunum ætlað stærra hlutverk við að tengja og sam- þætta greinar eftir því sem talið er henta“ (Menntamálaráðuneytið, 1999b, bls. 5). Benda má á að aðalnámskrárnar virðast ganga út frá skiptingu í svipaðar fræðigrein- ar og gengið er út frá í rannsókninni, þrátt fyrir að lögð sé áhersla á samþættingu greina í raunverulegri kennslu þeirra. Námsbækurnar sjálfar, burtséð frá þeim ramma sem þeim er gefinn í aðalnámskránni, eru þó í flestum tilfellum aðgreindar með titli eða texta í inngangi sem námsbók í því ákveðna fagi sem flokkun mín byggði á. Þannig bera 28 af þeim 35 bókum sem voru flokkaðar sem landafræði, heitið „landafræði“ eða hafa orðasambandið „kennslubók í landafræði“ í titlinum. Eins og áður segir var ákveðið að gera ekki upp á milli bókanna eftir aldri. Sú áhersla felur í sér bæði kosti og galla. Nokkuð erfitt er að staðhæfa um hvaða bækur eru raunverulega í notkun. Mikil fjölbreytni virðist einkenna námsefnisnotkun þar K R I S T Í N L O F T S D Ó T T I R 79
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.