Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 118

Uppeldi og menntun - 01.01.2005, Síða 118
Snar þáttur þessa verkefnis var að láta reyna á þær aðferðir sem hér hefur verið lýst og ætlað er að meta félagslegar aðstæður og starfsskilyrði í grunnskólum. Beiðni um þátttöku var yfirleitt vel tekið af stjórnendum og starfsfólki skólanna, þrátt fyrir ónæði og fyrirhöfn sem verkefninu hefur fylgt. Fulltrúar úr skólanefndum og sveit- arstjórnum hafa ekki síður sýnt verkefninu áhuga og hafa greitt beinan kostnað sem fylgdi fyrirlögn spurningalista og innslætti svara. Þátttaka í viðhorfakönnun GÓB-verkefnisins hefur verið allgóð, ekki síst meðal foreldra. Hafa ber í huga að skólarnir höfðu engan beinan ávinning af þátttöku í verk- efninu, hvorki í formi ráðgjafar eða annars stuðnings en skólarnir sem tóku þátt í þriðju umferð fengu þó ítarlega kynningu og skýrslu um niðurstöður. Umræðuefni lokaviðtals hafa langoftast vakið áhuga viðmælenda. Þau eru að vísu almenn og víðfeðm en virðast skipta viðmælendur máli og allir starfendahópar höfðu skoðanir á þessum efnum og létu þær oftast skýrt í ljós. Hver starfendahópur ræddi málið út frá sínum forsendum og sjónarhóli. Foreldrar voru yfirleitt mjög áhugasamir viðmælendur sem beindu sjónum einkum að skólanum og gæðum kennslunnar. Nemendur voru misáhugasamir og upplýstir um skólastarfið í heild en margir lýstu viðhorfum sínum skilmerkilega og höfðu ákveðnar skoðanir á því hvað skipti máli í góðu skólastarfi. Full ástæða er fyrir skólana að taka tillit til sjónarmiða nemenda eins og vikið var að hér að framan. Starfsfólk, annað en kennarar, hafði oft talsvert aðra sýn á skólastarfið en aðrir starfendur, það hefur á vissan hátt beinni og persónulegri kynni af nemendum en kennarar og lítur vanda þeirra öðrum augum. Segja má að viðhorf þessara starfendahópa endurspegli þau félagslegu öfl sem miklu ráða um hvernig grunnskóla tekst að rækja hlutverk sitt. Hverjum skóla er mikilvægt að hlusta eftir þessum röddum og taka mið af þeim viðhorfum sem þar koma fram þegar áherslur í skólastarfi eru mótaðar. Þriðja umferð GÓB-verkefnisins haustið 2003 á Norðurlandi gekk að ýmsu leyti greiðar fyrir sig en fyrri umferðir. Það var að miklu leyti að þakka skipulegum stuðningi frá skólaþróunardeild kennaradeildar Háskólans á Akureyri. Gerð spurningalista var þá komin í endanlegt horf og formsatriði um framkvæmd lágu skýrt fyrir. Þetta tryggði þó ekki endilega meiri þátttöku starfenda. Reynsla verk- efnisstjóra, sem tók öll lokaviðtölin, bendir til að ætla þurfi lengri tíma í hvert viðtal, a.m.k. 11/2 klst., og gefa þarf viðmælendum kost á að kynna sér upplýsingar sem fyrir liggja áður en viðtal hefst. Eins og áður kom fram tókst ekki að kanna starfsskilyrði skóla samkvæmt þriðja verkþætti GÓB-verkefnisins nema liðina um starfsreynslu og menntun starfsfólks og félagslegan bakgrunn nemenda. Þær upplýsingar liggja fyrir þó ekki sé fjallað sér- staklega um þær hér. Ítarleg könnun á starfsskilyrðum er samt mikilvæg ef leggja á heildarmat á notagildi þessa verkefnis og væri það eitt næg ástæða til að leggja vinnu og fjármagn í að þróa aðferðina áfram og meta hverju hún getur skilað. G R U N N S K Ó L A R Í Ó L Í K U M B Y G G Ð A R L Ö G U M 118
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Uppeldi og menntun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.